FRÁSÖGN FRÁ LIÐNU SUMRI

Nokkrum dögum fyrir ævintýrið góða.
1.2.2009
Það eru vafalaust einhverjir sem hrista höfuðið yfir þessu árlega folalda- og tripparagi okkar. Það skýrist auðvitað að stórum hluta af forvitni en einnig af hreinni nauðsyn því það einfaldar til muna allt umstang í kringum ormlyfsgjafir, hófumhirðu og hestaflutninga. Sumar- og hausthólfið sem við leigjum fyrir hrossin okkar hefur ekkert aðhald til að handsama stygg hross og það afmarkast að mestu með skurðum eða tveggja strengja rafmangsgirðingu á landamærum sem auðvelt er að stökkva á og brjóta niður. Því er mjög mikilvægt að hægt sé að handsama hvern grip nokkuð auðveldlega og teyma. Máli mínu til stuðnings fylgir stutt frásögn af ævintýraferð þeirra Skírnis (2 vetra) og Heklu (veturgömul) frá síðastliðnu sumri.
Í stuttan tíma síðastliðið sumar þá dvöldu þau Skírnir og Hekla ein í stóru og grösugu hólfi þar sem reiðhestarnir okkar voru í sumarbrúkun í Mosfellsdalnum og ræktunarhryssurnar hjá stóðhestum. Einn fagran sumardag í júlí fengum við símhringingu um að trippin okkar væru hvergi sjáanleg og með því sama brunuðum við af stað til að kanna málin. Í fyrstu óttuðumst við að þau hefði álpast niður í skurð þar sem mikill þurrkur var á þessum tíma en fljótlega kom í ljós að rafmagnsspenna hafði fallið niður á einni landamæra girðingu.
Nýlega var búið að sleppa hópi hrossa í nærliggjandi hólf og einhverra æsingur hafði hlaupið í trippin okkar. Girðingin hafði því verið brotinn niður og þau voru komin saman við nýja aðkomu hópinn. Ekkert aðhald var í þessu nágrannahólfi frekar en okkur og til að komast yfir til hestanna þurfti að fara yfir tvær girðingar sem lágu niðri og lækjarsprænu þannig að engar líkur voru á að það tækist að reka trippin sömu leið til baka án aðstoðar. Nú voru góð ráð dýr og það eina sem við höfðum með okkur voru tveir múlar, einn rafmagnsgirðingarstrengur og tveir stakir plaststaurar.
Nágrannahólfið var afmarkað með girðingu á tvo vegu og skurðum á tvo vegu. Vegna slysahættu af skurðunum völdum við frekar að freista þess að reka hópinn að einni girðingunni en að reka að skurðarbökkunum. Hugmyndin var að útbúa U-laga hólf í kring um hrossin upp að girðingunni með spottanum góða og staurunum tveimur. Þetta var vissulega mikil bjartsýni af okkar hálfu að en ekki var um auðugan garð að gresja í aðhaldslausu skurðahólfi.
Töluverður æsingur var í hópnum og augljóst að trippin okkar höfðu ekki dvalið þar lengi. Skírni var haldið utan við en Hekla hafði fundið sér skjól í höfðingja hópsins sem varði hana fyrir hinum. Við flýttum okkur hægt og þegar ró komst á hrossin inn í litla aðhaldinu okkar fórum við rólega að eiga við trippin okkar. Það var okkur til happs að hin hrossin voru tamdir reiðhestar og ekkert þeirra stökk á spottann eða girðinguna í tilraun til flótta. Skírnir greyið stóð grafkyrr og virkaði hálffeginn að vera bjargað úr þessum aðstæðum en Hekla þurfti nokkra sannfæringu við enda ljónstygg og skapmikil að eðlisfari. Þegar við höfum mýlt þau bæði þá leystum við snærið í rólegheitunum, tókum upp staurana og teymdum þau hljóðlega út úr hópnum, yfir lækinn og girðingarnar tvær heim í hólf. Það er alveg á hreinu að án fortamningar þá hefðum við aldrei getað reddað þessu tvo ein út í móa.
Það eru vafalaust einhverjir sem hrista höfuðið yfir þessu árlega folalda- og tripparagi okkar. Það skýrist auðvitað að stórum hluta af forvitni en einnig af hreinni nauðsyn því það einfaldar til muna allt umstang í kringum ormlyfsgjafir, hófumhirðu og hestaflutninga. Sumar- og hausthólfið sem við leigjum fyrir hrossin okkar hefur ekkert aðhald til að handsama stygg hross og það afmarkast að mestu með skurðum eða tveggja strengja rafmangsgirðingu á landamærum sem auðvelt er að stökkva á og brjóta niður. Því er mjög mikilvægt að hægt sé að handsama hvern grip nokkuð auðveldlega og teyma. Máli mínu til stuðnings fylgir stutt frásögn af ævintýraferð þeirra Skírnis (2 vetra) og Heklu (veturgömul) frá síðastliðnu sumri.
Í stuttan tíma síðastliðið sumar þá dvöldu þau Skírnir og Hekla ein í stóru og grösugu hólfi þar sem reiðhestarnir okkar voru í sumarbrúkun í Mosfellsdalnum og ræktunarhryssurnar hjá stóðhestum. Einn fagran sumardag í júlí fengum við símhringingu um að trippin okkar væru hvergi sjáanleg og með því sama brunuðum við af stað til að kanna málin. Í fyrstu óttuðumst við að þau hefði álpast niður í skurð þar sem mikill þurrkur var á þessum tíma en fljótlega kom í ljós að rafmagnsspenna hafði fallið niður á einni landamæra girðingu.
Nýlega var búið að sleppa hópi hrossa í nærliggjandi hólf og einhverra æsingur hafði hlaupið í trippin okkar. Girðingin hafði því verið brotinn niður og þau voru komin saman við nýja aðkomu hópinn. Ekkert aðhald var í þessu nágrannahólfi frekar en okkur og til að komast yfir til hestanna þurfti að fara yfir tvær girðingar sem lágu niðri og lækjarsprænu þannig að engar líkur voru á að það tækist að reka trippin sömu leið til baka án aðstoðar. Nú voru góð ráð dýr og það eina sem við höfðum með okkur voru tveir múlar, einn rafmagnsgirðingarstrengur og tveir stakir plaststaurar.
Nágrannahólfið var afmarkað með girðingu á tvo vegu og skurðum á tvo vegu. Vegna slysahættu af skurðunum völdum við frekar að freista þess að reka hópinn að einni girðingunni en að reka að skurðarbökkunum. Hugmyndin var að útbúa U-laga hólf í kring um hrossin upp að girðingunni með spottanum góða og staurunum tveimur. Þetta var vissulega mikil bjartsýni af okkar hálfu að en ekki var um auðugan garð að gresja í aðhaldslausu skurðahólfi.
Töluverður æsingur var í hópnum og augljóst að trippin okkar höfðu ekki dvalið þar lengi. Skírni var haldið utan við en Hekla hafði fundið sér skjól í höfðingja hópsins sem varði hana fyrir hinum. Við flýttum okkur hægt og þegar ró komst á hrossin inn í litla aðhaldinu okkar fórum við rólega að eiga við trippin okkar. Það var okkur til happs að hin hrossin voru tamdir reiðhestar og ekkert þeirra stökk á spottann eða girðinguna í tilraun til flótta. Skírnir greyið stóð grafkyrr og virkaði hálffeginn að vera bjargað úr þessum aðstæðum en Hekla þurfti nokkra sannfæringu við enda ljónstygg og skapmikil að eðlisfari. Þegar við höfum mýlt þau bæði þá leystum við snærið í rólegheitunum, tókum upp staurana og teymdum þau hljóðlega út úr hópnum, yfir lækinn og girðingarnar tvær heim í hólf. Það er alveg á hreinu að án fortamningar þá hefðum við aldrei getað reddað þessu tvo ein út í móa.