MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Á KÖLDUM KLAKA

12/1/2010

 
Picture
Að mínu mati er nóvember hvimleiðasti þjálfunarmánuður ársins. Skammdegið eykst með degi hverjum og yfirleitt ekki mikill snjór, sól eða önnur birta til að lýsa upp svartasta myrkrið. Vindasöm úrkomutíð á þessum árstíma getur reynst erfið viðureignar sem og kuldaköstin sem eru þurr og nístandi. Af þessum sökum verða reiðgöturnar oft glerharðar í frosthörkunni og snjóleysinu, sem dregur verulega úr ánægju útreiðanna.

Við höfum því við yfirleitt gefið hestunum og okkur sjálfum, verðskuldað haustfrí í þessum mánuði. Í venjulegu árferði líkur hér löngu þjálfunartímabili og frumtamningu unghrossanna en að þessu sinni höfum við ákveðið að halda samfellu í þjálfun eldri hrossana eftir langt pestarfrí.

Við ætlum þó að gefa frumtamningahrossunum vetrarfrí á næstu dögum en sökum kulda og þá sérstaklega harðra og hálla reiðgata liðinna daga hafa útreiðar verið í lágmarki það sem af er mánuði. Unghrossin okkar eru enn á sumarskeifum og því hafa þau staðið meira og minna óhreyfð síðustu tvær vikurnar. Það er því kærkomið ljós í myrkri að ákveðið hefur verið að hafa reiðhöll okkar Fáksmanna opna síðdegis fyrir vinnandi hestamenn og er ætlun okkar að nýta hana næstu daga til að ljúka við fyrsta hluta frumtamningar. Væntanlega munu eldri hryssurnar einnig njóta góðs af og fá þægilega innivinnu samhliða klakaþjálfuninni.

Comments are closed.
    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL