MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

6 ára keppnishlé á enda

5/5/2011

0 Comments

 
Picture
Myrkva frá Álfhólum sumarið 2010.
Eftir að hafa gengið með og átt tvö yndisleg tvö börn og farið í gegnum allar þær breytingar sem verða á lífsvenjum barnlausra hjóna var kominn tími til að taka sig á og setja sér markmið um að mæta aftur á keppnisbrautina eftir 6 ára hlé.  
Við höfum stundað okkar hestamennskuna samviskusamlega samhliða ungbarna uppeldinu en áherslan á sýningar og keppni hafði minnkað. Auðvitað er þetta alltaf spurning um að vera með rétta hestinn en við notuðum þennan tíma vel til að temja og byggja upp þann efnivið sem við höfðum undir höndum. Nú er svo komið að eldri hryssurnar okkar eru orðnar sex til sjö vetra og tilbúnar í meira krefjandi verkefni.  

Því var ákveðið í byrjun vetrar að sækja öfluga endurmenntun frá einum hæfasta og besta reiðkennara landsins, Olil Amble. Hestamannafélagið Fákur bauð upp á frábært námskeið í vetur sem samanstóð af vikulegum kennslustundum yfir þriggja mánaðar tímabil og er þetta fyrirkomulag hreint út sagt frábært til að halda utan um vetrarþjálfunina. Tekið var stöðupróf með dómara í upphafi og lok tímabilsins sem var tekið upp á myndband, skoðað og borið saman fyrir og eftir. Unnið var að mestu með eitt ákveðið viðfangsefni en auðvitað nutu öll önnur þjálfunarhross góðs af nýjum áherslum og fengu betri þjálfun fyrir vikið.  
Frumraun ársins var forkeppni í fjórgangi á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks í gærkvöldi á Myrkvu okkar frá Álfhólum. Ýmsir hnökrar voru vissulega í sýningunni, eitt og annað hefði getað farið betur, en ég er nokkuð sátt við þessa byrjun og það er gaman að vera komin í brautina á ný. Við Myrkva náðum meistaraflokkslágmörkunum á okkar fyrsta móti, einkunnin var 6,3 og 2. sæti eftir forkeppnina í okkar flokki, í hörðum slag við bæði 1. verðlauna stóðhesta og margreynda keppnishesta. Það verður gaman að reyna sig að nýju í úrslitunum á sunnudaginn en aðalatriði er við Myrkva erum á réttri leið í þjálfuninni og ég veit að hún á mjög mikið inni ennþá. Hinar tvær munu fá sín tækifæri þegar þeirra dagur rennur upp en allt eru þetta ólíkar og afar skemmtilegar hestgerðir. Ein er fjórgangari (Myrkva), önnur fimmgangari (Gróska) og sú þriðja er töltari (Auðna).

Þess má síðan til gamans geta að á Reykjavíkurmeistaramótinu keppa alls ellefu hross frá Álfhólum og geri aðrir betur. Auk stjörnutöltarans Dívu frá Álfhólum og alhliðagæðingsins Dimmis frá Álfhólum eru til að mynda skráðar til leiks tvær eldri systur Auðnu okkar, Trú og Zara, auk eldri bróðir Myrkvu, Mózarts, sem er komin í A-úrslit í unglingaflokki með einkunina 6.33 (6,5 í úrslitum). Önnur hross frá Álfhólum eru þau Zorró, Indía, Gjóska, Sóllilja og Skyggnir frá Álfhólum. Sara Ástþórsdóttir má vera afar stolt af glæsilegum árangri sínum í hrossaræktinni og ekki síst í ræktun hrossa fyrir keppnisbrautina. 
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL