MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Að leika sér

10/4/2011

0 Comments

 
PictureSkörungur og Þeyr leika sér í sumarhaganum.
Flestir eru þeirrar skoðunar að erfiðast sé að þjálfa bestu hrossin. Að biðja þau um afköst umfram önnur hross en gæta jafnframt hófs. Að kunna að hætta og fara af baki þegar hesturinn er sem bestur og hefur gefið þér allt sem hann á.
Það er krefjandi að þjálfa góðan hest til aukinna afkasta en það er líka auðvelt að gleyma sér í smáatriðinum og einhæfri þjálfun. Því reynir á að halda fjölbreytni í vinnubrögðum og gleyma ekki að stundum má bara leika sér! 

Þegar þjálfunartímabilið er farið að spanna hátt í árið þá er mikilvægt að viðhalda gleðinni. Ég hugsa oft til þess sem Benni Líndal talar um í mynbandinu sínu Þjálfun. Það er mikilvægi þess að byggja hestinn markvisst upp til afkasta en einnig að huga að sálarlífi bæði hest og knapa. Að muna hversu mikilvægt það er fyrir báða aðila að viðhalda gleðinni og rifja það upp reglulega hvers vegna við erum hestamenn af líf og sál. Að leika sér með hestinum sínum, gleyma stund og stað.

Með árunum verða vinnubrögðin í hesthúsinu vanafastari, tamningar og gangsetningar verða að vinnu sem þarf að klára. Ég hef því tileinkað mér það á fullorðinsárum að minni mig sem oftast á það hvers vegna ég byrjaði í hestamennsku í upphafi. Það var jú til að hafa gaman af samverunnar og njóta þessarar einstöku frelsistilfinningar og ánægju með hestinum.

Ég veit fátt betra á fallegum sumarkvöldum en að gleyma mér ein með hestinum mínum og fara í reiðtúra eins og ég gerði sem barn. Inn á milli móta og sýninga í sumar fórum við Myrkva til dæmis reglulega upp á Hólsheiðina og lékum okkur á moldargötunum sem hlykkjast um kjarrið á heiðinni. Þar er  algjör ævintýraheimur, perla fyrir þá sem þekkja. Við lékum okkur líka í Rauðhólunum og syntum í Hólmsánni. Við gleymdum stund og stað og við höfðum gaman af félagskap hvor annarar, við vorum að leika okkur!   
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL