MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Áhugamannamót Spretts

5/25/2017

1 Comment

 
PictureMói frá Álfhólum í töltkeppni í Mána.
Um liðna helgi mætti ég með Móa í fjórgang (V2) og tölt (T3) en Myrkvu í slaktaumatöltið (T2) á áhugamannamót Spretts. Virkilega spennandi mót með sterkum keppendum í flestum greinum og veglega ferðavinninga frá WOWAIR fyrir sigurvegara í hverri grein.

Eftir harða baráttu í úrslitakeppninni þá lönduðum við Mói sætum sigri í fjórgangi með 7,07 í einkunn (6,90 í forkeppni). Í töltinu vorum við einnig komin með aðra höndina á gullið en hnökrar á yfirferðinni voru dýrkeyptir og lokastaðan að þessu sinni var 6,89 í einkunn og þriðja sætið. Myrkva fór jafnframt í sína síðustu viðureign í bili á þessu móti en hún fer undir stóðhest að nýju á allra næstu dögum. Myrkva kom efst inn í úrslitin eftir forkeppni en átti ekki alveg nógu góðan úrslitadag og enduðum við í kunnuglegu öðru sæti í slaktaumatöltinu. Nánar má lesa um niðurstöður þessara greina hér fyrir neðan.     


A- úrslit í fjórgangi (V2):
1. Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum 7,07

2. Sunna S. Guðmundsdóttir / Fífil frá Feti 6,97
3. Jón Steinar Konráðsson / Prins frá Skúfsstöðum 6,40
4. Helena Ríkey Leifsdóttir / Faxi frá Hólkoti 6,33
5. Jón Ó. Guðmundsson / Fleygur frá Garðakoti 6,20
6. Hrafnhildur Jónsdóttir / Hrafnkatla frá Snartatungu 6,17


A-úrslit í tölti (T3):
​1. Jón Steinar Konráðsson / Prin
s frá Skúfsstöðum 7,06
2. Lára Jóhannsdóttir / Gormur frá Herríðarhóli 7,00
3. Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum 6,89
4. Brynja Viðarsdóttir/ Sólfaxi frá Sámsstöðum 6,76
5. Hrafnhildur Jónsdóttir / Hrafnkatla frá Snartartungu 6,39

A-úrslit í slaktaumatölti (T2): 
1. Hrafnhildur Jónsdóttir / Hrímnir frá Syðri-Brennihól 6,33

2. Saga Steinþórsdóttir / Myrkva frá Álfhólum 6,13
3. Jóhann Ólafsson / Hremmsa frá Hrafnagili 5,96
4. Sóley Þórsdóttir / Krákur frá Skjálg 5,83
5. Helena Ríkey Leifsdóttir / Faxi frá Hólkoti 5,79

Picture
1 Comment
Antenna Installation Pleasanton link
10/8/2022 12:10:21 pm

Thhis was a lovely blog post

Reply



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL