MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Ánægðir kaupendur

6/6/2014

0 Comments

 
PictureGróska frá Kjarnholtum I og Doro Schlesinger.





















​Í 
ársbyrjun seldum við fimmgangshryssuna okkar hana Grósku frá Kjarnholtum I til Danmerkur. Gróska kom til okkar vorið 2009, þá fimm vetra gömlu. Við áttum góða tíma saman og kepptum í hinum ýmsu fimmgangsgreinum. Nýr eigandi Grósku er þegar byrjaður að láta til sín taka á keppnisbrautinni og er afar ánægð með að vera komin í skeiðgírinn á ný. Þær stöllur hafa þegar tekið þátt í fimmgangi, gæðingaskeiði og A-flokki og raðað sér í verðlaunasæti. Það verður gaman að fylgjast með þessu flotta pari á komandi keppnistímabili og óskum við þeim góðs gengis í framtíðinni. 

PictureAuðna frá Álfhólum og Murray's Mug Milot.
Við höfum einnig nýlega fengið fréttir frá Auðnu frá Álfhólum sem komin er til nýrra eigenda í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Fengið við fallegt bréf frá nýjum eiganda Auðnu þar sem hún þakkaði okkur fyrir vandaða tamninguna og þjálfunina á sínum uppáhaldshesti. 

Auðnu keyptum við unga og efnilega, aðeins 3ja vetra gamla, frá Söru vinkonu okkar í Álfhólum. Auðna var tamin og þjálfuð af okkur í þrjú ár þangað til við seldum hana áfram haustið 2011, sex vetra gamla og í framhaldinu var hún seld til Bandaríkjanna. Það gleður okkur óneitanlega að fá fréttir af þeim hestum sem hafa farið í gegnum okkar hendur en eru komin á nýjan og góðan stað.

​Við fjölskyldan temjum og þjálfum okkar hesta í frístundum meðfram vinnu og við reynum að halda fjöldanum í skefjum og innan tveggja stafa tölu. Okkur fæðast reglulega folöld en þess á milli höfum við gaman af því að fjárfestum í ungum og efnilegum unghestum. Við leggjum áherslu á að temja okkar unghross sjálf og kynnumst þannig upplagi þeirra og eiginleikum. Flest eignast þau samt síðan ný heimili eftir að tamningu lýkur en þau sem við eigum eru hér á síðunni. ​Ein þeirra er Skriða frá Reykjavík, sex vetra klárhryssa úr okkar ræktun undan 1. verðlauna Glampasyninum Mola frá Skriðu og sýndri hryssu með 7.72 í aðaleinkunn. Skriða er þæg og örugg og gæti vel hentað sem útreiðarhestur fyrir alla fjölskylduna og jafnvel í keppni. Nánari upplýsingar um söluhesta má finna hér.

0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL