MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Einstök Kveiksdóttir

9/29/2020

 
Picture
Einstök Kveiksdóttir og Eyrún (ae. 8.25).
Picture
Þráinn frá Flagbjarnarholti (ae. 8.95).
Eftir langa bið og mikla eftirvæntingu þá fæddist Einstök Kveiksdóttir (8.76) frá Reykjavík loks í lok maímánaðar. Einstök, sem er frumburður Eyrúnar (8.25) okkar frá Strandarhjáleigu, er virkilega lofandi og hreyfingarfallegt merfolald sem gefur góða von um að Eyrún geti reynst okkur farsæl ræktunarhryssa til framtíðar. Tíminn mun vissulega leiða það betur í ljós en við erum að minnsta kosti ánægð að vera í fyrsta sinn með 1. verðlauna hryssu í okkar smáu malbiksræktun. 
 
Þær mægður, Einstök og Eyrún, fóru í lok júnímánaðar að Feti í langt gangmál hjá heimsmeistaranum, Þráni frá Flagbjarnarholti (8.95). Þráinn er með 8,70 í einkun fyrir sköpulag og 9,11 í einkun fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir vilja/geðslag, samræmi og fet og 9 fyrir tölt, brokk, skeið, stökk, fegurð í reið, háls/heðrar/bóga, bak/lend og hægt tölt. 

Það var því ánægjulegt að fá þau gleðitíðindi í lok ágústmánaðar að Eyrún væri með staðfest fyl við heimsmeistaranum. Önnur spennandi vetrarbið er því framundan hjá litlu hestafjölskyldun
ni en þegar er búið að leggja inn pöntun fyrir skjóttu afkvæmi. Undarlegt nokk þá höfðum við aldrei átt hest eða hryssu í skjóttum lit en hver veit nema okkar tími sé þegar runnin upp í þeim efnum. 

Meðfylgjandi mynd af börnunum okkar og Þráni var tekin fyrr í sumar þegar við heimsóttum þær mæðgur í hólfið á Feti. H
öfðinginn tók vinalega á móti okkur, kom hlaupandi að hliðinu og fylgdi okkur í rólegheitum að stóðinu sínu. Hann bar með sér virkilega góðan þokka sem var gaman að fá að kynnast honum stuttlega á þessum ljúfa sumardegi. 

Comments are closed.
    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL