MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Þeir missa sem eiga

11/16/2014

0 Comments

 
PictureMynd tekin örfáum dögum fyrir óhappið.
Á þeim 25 árum sem ég hef átt og haldið hesta þá hafði ég þó ekki fyrr upplifað það að missa hest. Sá dagur rann þó upp í lok september mánaðar þar sem við komum að henni Glettu okkar skurði. Við höfðum aðeins fimm dögum fyrr heimsótt hagann og stækkað beitina og það var okkur fjölskyldunni mikið áfall að koma að henni, við vorum of sein. Við sem vorum búin að vera í skýjunum yfir okkar nýfengna demanti, Glettu frá Svínafelli, sem við fengum frá fjölskyldu minni frá sama bæ í Öræfum. Af öllum hestunum í haganum, þurfti það endilega að vera hún sem hafði mikilvægasta hlutverkinu að gegna, að vera barnahesturinn á heimilinu. Í frétt hér á síðunni frá 19. ágúst sl. skrifaði ég um hana: 

"Gletta er að okkar mati fullkomin í alla staði, frábær reiðhestur sem allir geta riðið, hreingeng og auðveldur töltari, þjál og létt í beisli og auðvitað afar þæg og örugg. Steinþór Nói, sjö ára sonur okkar, situr hana og stýrir alveg sjálfur í reiðtúrum fjölskyldunnar.  Við erum himinlifandi með þessa nýju viðbót og skiljum í raun ekki hvernig við komumst áður af án hennar." 

Því miður þá fáum við aldrei að vita hvað nákvæmlega orsakaði þetta hræðilega slys en líklega hefur komið styggð á hópinn í myrkri um miðja nótt.  Það hafði orðið vart við þrumur og eldingar dagana áður og líklega hafa slík öfl orsakað þennan undarlega atburð.  Hestar sem þekkja haga sinn vel taka yfirleitt ekki uppá því að ástæðulausu að hlaupa niður girðingar og ofan í skurði. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur á hér vel við og það hefur tekið mig þennan tíma sem liðinn er frá atburðinum til að setjast hér niður og skrifa stutta kveðjufrétt um þessa frábæru hryssu sem við misstum alltof snemma. Glettu verður sannarlega sárt saknað í fjölskyldunni og mikið skarð hefur verið hoggið í okkar litlu hrossahjörð. 

0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL