MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Ný verkefni og vonarstjörnur

10/3/2016

0 Comments

 
Picture
Eldey 4v. sumarið 2016 með ræktanda sínum.
Picture
Eldey boðin velkomin í fjölskylduna í september.
Picture
Framherjasonur 3v. frá Álfhólum.
Við höfum nú á haustmánuðum fest kaup á fjögurra vetra unghryssunni Eldey, úr ræktun þeirra Marjolijn Tiepen og Kristins í Árbæjarhjáleigu II. Það var vel við hæfi að leita fanga hjá þeim þar sem búið var á síðasta ári valið keppnishestabú ársins hjá Geysi. Ekki er árangurinn í ár síðri en búið var tilnefnt til bæði hrossaræktarbúa og keppnishestabúa ársins hjá LH í haust. 

​Eldey hefur þegar komið fram á einni kynbótasýningu á árinu og fengið fínan dóm fyrir svo unga alhliða hryssu, 7.94 fyrir byggingu og 7.98 fyrir hæfileika, 7.97 í aðaleinkunn. Hún hefur meðal annars hlotið 8 í einkunn fyrir tölt, skeið, stökk, fegurð í reið og hægt tölt. Fyrir vilja og geðslag fékk hún 8,5 enda viljug og kát. Að sama skapi er Eldey jöfn fyrir flesta byggingarþætti með 8 í einkunn fyrir frampart (háls, herðar og bóga), bak og lend, samræmi og réttleika, ásamt 8,5 fyrir fótagerð.

Eldey er létt og sjálfberandi á öllum gangi, viljug fram og taumlétt. Allar gangtegundir eru jafnar og góðar hjá henni, skeiðið eru öruggt og rúmt. Það verður spennandi að halda áfram með þessa ungu hryssu á komandi vetri og byggja hana upp fyrir næstu verkefni en við stefnum með Eldey í keppni á fimmgangsvængnum í framtíðinni, bæði á hringvelli og í skeiðgreinum á beinni braut. 

​Eldey er toppættuð undan Stálasyninum Jarli frá Árbæjarhjáleigu II sem m.a. hefur hlotið 9 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið og 9,5 fyrir vilja/geðslag og skeið, 8,78 í aðaleinkunn. Móðir Eldeyjar er Von frá Lækjabotnum, undan Keili frá Miðsitju (8,63) og Töru frá Lækjabotnum (8,08) sem sigraði barnaflokkinn á landsmóti 2002 undir stjórn Heklu Katharínu. Eldey á eina eldri systur sem þegar hefur verið sýnd í 1v. fimm vetra gömul.    

Af öðrum verkefnum er það helst að frétta að jafnaldri Eldeyjar, Krákssonurinn Draupnir frá Álfhólum, var tekin á hús hjá okkur í Víðidalnum í loks sumars og gerður reiðfær. Hann hefur þroskast vel í sumar, reiðhestlegur. Draupnir er hreinlyndur með opin klárgang og samstarfsfús á alla vegu. Það verður sömuleiðis spennandi að halda áfram með þennan unga fola næsta vetur og sjá hvernig hann þróast í gangsetningu en töltupplagið er skrefmikið og gott.

L
itli bróðir Draupnis, þriggja vetra undan Framherja frá Flagbjarnarholti, hóf sömuleiðis sína skólagöngu í Álfhólum nú í haust. Myndin hér til hliðar var tekin þegar við kíktum á hann hjá Söru í síðasta mánuði. Það er því óhætt að segja að framundan sé spennandi vetur hjá okkur með nýjum verkefnum og vonarneistum.  
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL