MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Engar tilviljanir - margt líkt með skyldum

8/11/2016

1 Comment

 
Picture
Eyvar frá Álfhólum, 5 vetra.
Picture
Máttarbaugur frá Álfhólum
Picture
Mánaglóð frá Álfhólum
Picture
Avaldi frá Garði
Eyvar frá Álfhólum er fimm vetra stóðhestur undan Móey, sem er systir Móa okkar og undan Þrumufleyg frá Álfhólum. Þeir frændur fengu báðir 9 fyrir tölt á kynbótasýningunni á Hellu í júní. Mói er byrjaður að stíga sín fyrstu skref á keppnisbrautinni og Eyvar á vafalaust eftir að sýna þig þarf og sanna í náinni framtíð. 

​Á sama tíma og Myrkva okkar var að standa sig vel á íþróttamótum í júní þá var Máttarbaugur, bróðir hennar að sigra sterkt fjórgangsmót á meginlandinu með 6,57 í einkunn. Máttarbaugur er 8 vetra undan Baug frá Víðinesi. Þessir tveir hestar eru flottir fulltrúar vindótta Móunukynsins frá Álfhólum. Máttarbaugur er þá komin í hóp Mónu afkvæma sem hafa sannað sig á keppnisvellinum.

​Af 16 afkvæmum Mónu hafa 7 afkvæmi átt farsælan feril á keppnisbrautinni á meðan önnur fóru snemma í ræktun til að framleiða keppnishesta eins og Móeiður (8.22), móðir Móa okkar. Má þar nefna þau Hrafnar, Hraftinnu og Mozart sem öll hafa verið í fremstu röð keppnishesta.
​  
Mánaglóð er annað systkini Myrkvu sem stóð sig vel á keppnisvellinum, móvindótt að lit. Mánaglóð skoraði 6,77 í forkeppni í fjórgangi og 6,67 í tölti áður en hún fór í ræktun. 

​Afkomendur Mónu hafa einnig haldið arfleifðinni áfram, bæði hvað varðar lit og árangur á keppnisvellinum. Má þar til dæmis nefna hinn vindótta Avaldi frá Garði sem er undan Mónudótturinni Möru og Tjörva frá Sunnuhvoli. Avaldi er 1v. verðlauna stóðhestur sem jafnframt hefur staðið sig vel á keppnisbrautinni á meginlandinu. 

Það eru engar tilviljanir í hrossarækt og gaman þegar verðmætir eiginleikar eins og keppnisárangur og litur fara svona vel saman. 
1 Comment
Steph Jones link
5/12/2021 05:00:35 am

Nice post thanks foor sharing

Reply



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL