MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Fimm daga hestferð

9/8/2019

0 Comments

 
Picture
Eftir tæplega sex vikna sumar og hestafrí tókum við hestana okkur aftur á hús í lok júlímánaðar. Með skömmum fyrirvara ákváðum við að lengja sumafríið um nokkra daga og skella okkur með Álfhólafjölskyldunni og fylgdarliði þeirra í alvöru fimm daga hestaferð um verslunarmannahelgina með tæplega sextíu hesta rekstur. ​

Þetta var fyrsta alvöru hestaferð barnanna okkar (9 og 12 ára) sem stóðu sig þrælvel og voru þau meira og minna í hnakknum alla ferðina. Líklega var um þriðjugur ferðalanga undir 18 ára aldri og meðalaldur hestana var heldur ekki mjög hár en allt fór vel þrátt fyrir töluverðan hasar á heimleiðinni. Það voru örugglega liðin tæplega tíu ár síðan við fórum síðast í álíka hestaferð með sama hópi og var það samdóma álít ferðahópsins að láta ekki líða svo langt í næstu ferða enda strax farið að ræða um næstu ferð á sama tíma að ári.  

Það var líka mikil upplifun fyrir börnin að ferðast og gista í fjallaskálum utan alfaraleiðar þar sem hvorki var netsamband eða rafmagn. Það var því leikið utandyra fram að myrkri og þá var tendrað á kertum og tekið í spil. Veðrið lék við okkur alla dagana og á kvöldin var setið úti í stafalogni við kertaljós. Það sem eftir stendur er frábær ferð með fjölskyldunni og góðum vinum þar sem ógleymanlegar minningar voru skapaðar í hinni dásamlegui fallegu náttúru.    

0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL