MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Fimmgangur og T2

3/20/2017

0 Comments

 
Picture
Kanóna 6v. frá Álfhólum
PictureMyrkva frá Álfhólum í T2
Áfram heldur áhugamannadeildin og í byrjun mars fór fram annað mótið í deildarinnar þar sem keppt var í fimmgangi. Þar tefldi ég fram ungri og upprennandi fimmgangshryssu á sjöunda vetri frá henni Söru vinkonu minni í Álfhólum. Kanónu frá Álfhólum sem er undan Dimmi frá Álfhólum sem ég tefldi fram í deildinni í fyrra hefur þegar hlotið 1v. í kynbótadómi en er reynsluminni á keppnisvellinum. Hún er þó gríðarlega efnileg í þessari grein og á sannarlega framtíðina fyrir sér. Keppnin gekk hnökkralaust fyrir sig en þetta eru vissulega krefjandi aðstæður fyrir ung keppnishross sem eru næm fyrir umhverfinu. Það vantaði kannski herslumuninn á að ná öllum skeiðsprettum jöfnum og góðum og Kanóna á tvímælalaust meira inni fyrir bæði skeið og tölt en í heildina góð frammistaða hjá okkar á innimóti. Niðurstaðan að þessu sinni var 5,67 í einkunn og 18. sæti (af 45 keppendum) sem var nokkrum kommum frá úrslitasæti. Þess má þó geta að þessi einkunn hefði dugað í 4. sæti inn í úrslit í fyrra þannig að það er ljós að keppnin fer vaxandi á milli ára. 

Næsta keppniskvöld fór fram tveimur vikum síðar eða um miðjan mars og þá var keppt í bæði slaktaumatölti og flugskeiði í gegnum höllina. Fyrirkomulagið á þessu kvöldi var virkilega skemmtilegt og vel heppnað en allir liðsmenn í deildinni kepptu þetta kvöld, þrír í slaktaumatölti og tveir í flugskeiði. Við Myrkva mættum í slaktaumatöltið og áttum ágæta sýningu en hefðum getið verið aðeins vaskari í framgöngu á brautinni, sérstaklega á hæga töltinu. Niðurstaðan að þessu sinni var 6,17 í einkunn og 10. sæti sem gaf eitt stig í einstaklingskeppninni.
Ég er því í 2.-3. sæti í þeirri keppni sem stendur en staðan á efstu keppendum er hnífjöfn og allt getur enn gerst í síðustu greininni, töltinu. Sama staðan var upp í þessari grein og í fimmganginum. Styrkleikinn og hestakostur fer vaxandi á milli ára í þessari grein sem og öðrum greinum deildarinnar en einkunn okkar Myrkvu hefði dugað okkur í 3ja sætið inn í úrslit í fyrra. Betur má þó ef duga skal.  

Staða okkar í liðakeppninni er nokkuð góð, við MUSTAD skvísur eru sem stendur í 4. sæti í liðakeppninni af þeim 15 liðum sem taka þátt í deildinni og við stefnum auðvitað á að vinna okkur upp í eitt af þremur efstu sætum í lokagreininni. Aðeins munar 14 stigum á efstu fjórum sætum og önnur lið koma nokkuð þétt þar á eftir. Það er því afar spennandi lokakvöld framundan.    

0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL