![]() Það verða ákveðin vatnaskil með sérhvert unghross þegar daglegar útreiðar fara að snúast um almenna þjálfun frekar en tamningu. Myrkva (7v.) frá Álfhólum er komin á þennan skemmtilega stað í þjálfuninni og hún bætir sig með hverjum deginum sem líður. Við höfum gefið okkur góðan tíma í verkefnið því lengi býr að fyrstu gerð. Þessi tímamót marka bæði endi á ferli sem hófst fyrir nærri fjórum árum og einnig upphafið að nýjum og skemmtilegum kafla uppbyggingar og uppskeru. Við Myrkva tókum létta æfingu á Hvammsvellinum í Víðidalum um helgina og meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá æfingunni. Myrkva er á kynbótajárningu og með 130 gr. hlífar.
0 Comments
Leave a Reply. |