MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Æfinginn skapar meistarann

9/12/2012

1 Comment

 
PictureGróska í september 2012.
Við stefndum með Grósku frá Kjarnholtum I í kynbótasýningu á Hellu í byrjun júní en því miður var hún ekki tilbúin í átökin þegar á hólminn var komið. Við tókum því stefnuna á keppnisbrautina og síðsumarsmót í ágúst. Frumraun okkar Grósku var á Suðurlandsmótinu á Hellu í fimmgangi. Allt gekk að óskum þar til kom að skeiðinu en þar kom reynsluleysið í bakið á mér eftir nærri 15 ára hvíld frá þessari skemmtilegu keppnisgrein. Gróska er vel vökur með flott skeiðsnið en þessa tæknilegu hluti eins og niðurtöku á skeiði á hringvelli þarf auðvitað að æfa. Við skoruðum hins vegar vel fyrir allar aðrar gangtegundir og engin tala undir sex í einkunn og flestar 6,5 til 7, sem verður að teljast nokkuð gott í fyrstu fimmgangskeppni.  

Picture
Við létum ekki deigan síga og tókum aðra æfingu á Tommamótinu um liðna helgi. Aftur gekk allt mjög vel þar til kom að síðasta atriðinu, skeiðinu. Að þessu sinni var það stökkið á undan skeiðsprettinum sem klikkaði. Fyrri sprettinn tókst mér ekki að setja Grósku upp á stökk fyrir skeiðið en við renndum okkur af öryggi inn í sprettinn. Þann seinni fór Gróska óheppilega upp á kýrstökk og ég varð því að taka hana niður á fet í beygjunni og renna henni aftur inn í skeiðsprettinn. Ég var samt ánægð með sprettina í sjálfu sér og að ná henni svona auðveldlega niður á skeiðið þrátt fyrir allt klúðurið í niðurtökunni. 

Picture
Niðurstaðan var 5.83 í aðaleinkunn, þrátt fyrir að skeiðeinkunin væri aðeins upp á 4,5 þar sem tveir heilir dragast af einkunn vegna niðurtöku. Fyrir aðrar gangtegundir hlaut Gróska 6 til 6,5 en skeiðeinkuninn vegur tvöfallt í heildarútkomunni ásamt töltinu. Að þessu sögðu getum við ekki annað en vel við unað, þetta fer allt í reynslubankann. Æfingin skapar meistarann og við Gróska eigum mikið inni í þessa keppnisgrein með meiri æfingu og keppnisreynslu. Það er alltaf spennandi að reyna sig við nýjar keppnisgreinar og við Gróska stefnum ótrauðar á að mæta betur undirbúnar til leiks næsta vor. 

1 Comment
Nico link
6/9/2022 11:57:46 pm

Your tthe best

Reply



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL