![]() Í ár fagnar hestamannafélagið Fákur 90 ára sínu og af því tilefni bauð félagið til mikillar veislu á Sumardaginn fyrsta með opnu húsi og kaffiveitingum í félagsheimili. Þennan dag var einnig haldin firmakeppni félagsins samkvæmt venju með mikilli þátttöku í öllum flokkum. Við Myrkva skráðum okkur til leiks og öttum þar kappi við valkyrjurnar í Fáki og enduðum í 2. sæti á eftir Rósu Valdimarsdóttur á stóðhesti sínum Íkoni frá Hákoti. Það er alkunna að konurnar í Fáki eru ávallt vel ríðandi og af fjórum efstu sætunum í flokkinum Konur I voru þrír stóðhestar. Við Myrkva máttum vel við una í góðum félagskap glæsilegra para.
0 Comments
Leave a Reply. |