MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Fjölgun í fjölskyldunni

8/19/2014

0 Comments

 
PictureMyrkva og Hersir hittast í fyrsta sinn.
Við tókum þá ákvörðun á vordögum að halda Myrkvu okkar undir stóðhest á þessu sumri. Myrkva er tíu vetra gömul og hefur ekki átt folald en okkur langar mikil til að eiga undan henni nokkur afkvæmi.
Fyrstur fyrir valinu var gæðingurinn Hersir frá Lambanesi sem fór í flottan dóm 4 vetra gamall og sigraði sinn aldursflokk á fjórðungsmóti Vesturlands sl. sumar með 8.63 fyrir hæfileika, 8.00 fyrir byggingu, 8.38 í aðaleinkunn. Það sem heillaði okkur við Hersi var hversu fljótur hann kom til í tamningu og hversu snemma hann kom fram í kynbótadómi. Myrkva fyljaðist því miður ekki við Hersi á húsmáli og því var haldið á sæðingarstöðina í Sandhólaferju í landsmótsvikunni. Fyrir valinu varð Ölnir frá Akranesi, folinn sem var í 2. sæti á umræddu fjórðungsmóti í fyrra en snéri við blaðinu með glæsilegum dómi í vor og sigraði flokk fimm vetra stóðhesta á nýafstöðnu landsmóti. 

Ölnir hefur hlotið 8,39 fyrir byggingu og 8,93 fyrir hæfileika, aðaleinkunn uppá 8,71, þar af 9 fyrir tölt, brokk, stökk og  fegurð í reið ásamt 9,5 fyrir vilja og geðslag. Ölnir býr yfir mörgum eiginleikum sem eftirsóttir eru að okkar mati, hann er reistur, kattmjúkur, geðgóður og afkastamikill á öllum gangtegundum, hann er klárhestur með skeiði. Eftir erfiða bið og óþolinmæði höfum við loksins fengið góðar fréttir af staðfestu fyli í Myrkvu. Við erum afar spennt fyrir þessu fyrsta afkvæmi Myrkvu og fyrsta folaldinu sem ræktað er af okkar frá því sumarið 2009.   

Picture
Ölnir frá Akranesi á Sörlastöðum í maí 2014.
Picture
Ölnir frá Akranesi á landsmóti Hellu 2014.
Væntanlegt folald undan Myrkvu er ekki eina fjölgunin á heimilinu okkar því í sumar bættist ný hryssa í hópinn hjá okkur, Gletta frá Svínafelli. Gletta er yndisleg 14 vetra hryssa dóttir Frakks frá Mýnesi undan Gusti frá Hóli en Frakkur hlaut meðal annars 9 fyrir tölt á sínum tíma. Móðir Glettu er sýnd með 1v. fyrir hæfileika undan fótaburðarhestinum Flosa frá Brunnum. Gletta hefur sinnt hlutverki barnahest til fjölda ára hjá frændfólki mínu í Öræfunum en hún var orðin atvinnulaus á heimilinu. 
Gletta er að okkar mati fullkomin í alla staði, frábær reiðhestur sem allir geta riðið, hreingeng og auðveldur töltari, þjál og létt í beisli og auðvitað afar þæg og örugg. Steinþór Nói, sjö ára sonur okkar, situr hana og stýrir alveg sjálfur í reiðtúrum fjölskyldunnar.  Við erum himinlifandi með þessa nýju viðbót og skiljum í raun ekki hvernig við komumst áður af án hennar.  
Picture
Steinþór Nói og Gletta í ágúst 2014.
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL