![]() Framherji frá Flagbjarnarholti á LM2012. Í sumar fæddist myndarlegur Krákssonur sem við eigum í félagi með Söru vinkonu okkar í Álfhólum. Von er á enn öðru sameignarafkvæmi undan Dimmuborg frá Álfhólum næsta sumar og að þessu sinni undan klárhestinum Framherja frá Flagbjarnarholti (8.27). Framherji vakti mikla athygli á landsmótinu í sumar fyrir fótaburð og fas í flokki 5 vetra stóðhesta þar sem hann hlaut 8.39 fyrir sköpulag og 8.19 fyrir hæfileika. Engin byggingareinkunn er undir 8 og fyrir hæfileika hefur hann m.a. hlotið 9 fyrir tölt, brokk, vilja/geðslag og fegurð í reið. Framherji er undan Hágangi frá Narfastöðum (8.31) og Orradótturinni Surtsey frá Feti (8.06) sem tók eftirminnileg þátt í töltkeppnum á fyrri árum. Alsystir hennar, Nýey frá Feti, hefur einnig verið að stimpla sig rækilega inn í tölkeppnum á liðnum misserum. Mikið Orrablóð rennur í æðum Framherja þar sem Hera frá Herríðarhóli, móðir Hágangs, er einnig undan Orra frá Þúfu. Undan henni eru komin 7 afkvæmi í dóm og öll eru þau með góð 1. verðlaun. Það stendur því sterkt að væntanlegu afkvæmi Dimmuborgar og það verður afar spennandi að sjá afkvæmi þessara tveggja fótaburðahesta í Álfhólum næsta sumar.
0 Comments
Leave a Reply. |