![]() Við kíktum í síðustu viku á veturgamla Kráksoninn sem við eigum með Söru í Álfhólum og hefur hann þroskast vel og stækkað frá síðasta sumri. Voru allir veturgömlu folarnir teknir á hús og gerðir bandvanir og skoðaðir af ræktendum sínum. Í árganginum leynast margir gullmolar, meðal annars foli undan Þrumufleyg og landsmótsigurvegaranum Kolku frá Hákoti og annan undan töltstjörnunni Dívu frá Álfhólum. Einnig er að finna albróðir Dívu, flottan fola undan systir Dívu og Blysfara frá Fremri-Hálsi og annan undan Mætti frá Leirubakka og Móey Eldjárnsdóttur frá Álfhólum. Það er morgunljóst að framtíðin er björt í hrossaræktinni á Álfhólum. Í sömu ferð var skoðaður nýfæddur hestur, sammæðra Krákssyninum okkar, undan Framherja frá Flagbjarnarholti og Dimmuborg, Dívusystur. Ekki tókst okkur heldur að fá hryssu undan Dimmuborginni að þessu sinni en við getum vel við unað. Folinn er sperrtur og hreyfingarfallegur, fer um á skrefmiklu tölti og brokki.
0 Comments
Leave a Reply. |