MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Sumarið er komið

6/23/2015

0 Comments

 
​Sumarið er loksins komið með grænar grundir og blóm í haga og eru þær farnar að toga verulega í hrossin sem enn eru á húsi hjá okkur. Við stefnum á að sleppa síðustu hestunum okkar út í sumarið í Kjósinni á allra næstu dögum en enginn verður sleppitúrinn að þessu sinni. Við slógust hins vegar í för með góðum vinum um miðjan júní og fórum í stuttan rekstrartúr með geldingana okkar. Það verður að teljast sem sleppitúrinn okkar í ár. Mói frá Álfhólum er hins vegar kominn austur í  heimahagana.  

Við bíðum enn eftir folaldinu undan Myrkvu og Ölni frá Akranesi (8.71). Við erum orðin mjög spennt fyrir hennar fyrsta afkvæmi og reynum að fylgjast vel með henni þessa dagana. Af þeim sökum renndum við í Kjósinni um síðustu helgi til að taka stöðuna en enn var allt með kyrrum kjörum og ekki að sjá að tíðina sé að vænta á allra næstu dögum. Líklega eru enn að minnsta kosti tvær vikur eftir af biðinni. 

Annars er það helst að frétta að ég er komin með sæti í öflugu keppnisliði Mustad kvenna í áhugamannadeild Spretts fyrir næsta vetur. það er því verulega spennandi vetur framundan og ljóst að vetrarþjálfunin mun fara snemma af stað næsta haust. Enn standa yfir pælingar um hestakost vetrarins og ekki útilokað að bætt verði í safnið fyrir komandi keppnistímabil. Það er að minnsta kosti tilhlökkunarefni að byrja að máta keppnisbrautina á Móa næsta vetur og dusta rykið af keppnisskónum sem legið hafa á hillunni í vetur.    
Picture
Myrkva frá Álfhólum og Steinþór Nói (8 ára).
Picture
Hestaferðin í júní.
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL