MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Gæðingamót Fáks

6/16/2018

 
PictureMói á hægu tölt, mynd: AG, Sprettur.
Það er ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst til að spreyta sig í gæðingakeppni og það var ekki endilega planið fyrirfram hjá okkur Móa að taka þátt í úrtökumóti Fáks fyrir landsmótið.

Aðdragandinn og undirbúningurinn fyrir þátttökunni var ekki langur en það gekk furðuvel að skipta um gír úr íþróttakeppni yfir í gæðingakeppni. Við ákvaðum þó að breyta aðeins til og fengum Viðar Ingólfsson til liðs við okkur við sýninguna í forkeppni sem leysti það verkefni með strakri prýði. 

Niðurstaðan var 14. sæti eftir forkeppni með 8,42 í einkunn og fyrsti varahestur inná landsmótið. Við fengum síðan tækifæri til að spreyta okkur í úrslitum gæðingamótsins eftir töluverð afföll í röðum efstu hesta og var það mikið fjör og virkilega skemmtileg reynsla fyrir okkur.

​Þau skemmtilegu tíðindi bárust okkur síðan í dag að vegna afskráningar þá erum Mói kominn með þáttökurétt inná landsmótið. Gefst okkur þá báðum tækifæri til að keppa í fyrsta sinn á landsmóti en við höfum þó áður mætt á landsmót því á síðasta móti tókum við þátt í afkvæmahópi Kjerúlfs frá Kollaleiru.     
​
Úrslit í B flokki gæðinga
1. Póstur frá Litla-Dal / Gústaf Ásgeir Hinriksson 8,89
2. Þrumufleygur frá Álfhólum / Viðar Ingólfsson 8,80
3. Valur frá Árbakka / Hulda Gústafsdóttir 8,72
4. Sproti frá Enni / Þórdís Erla Gunnarsdóttir 8,71
5. Æska frá Akureyri / John Sigurjónsson 8,70
6. Taktur frá Vakurstöðum / Matthías Leó Matthíasson 8,65
7. Sæmd frá Vestra-Fíflholti / Sylvía Sigurbjörnsdóttir 8,61
8. Mói frá Álfhólum / Saga Steinþórsdóttir 8,42


Comments are closed.
    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL