MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Gæðingakeppni Fáks 2012

6/25/2012

0 Comments

 
Picture
Síðustu helgina í maí var gæðingamót Fáks haldið með miklum glæsibrag en mótið var jafnframt úrtökumót félagsins fyrir landsmótið sem nú er haldið í Víðidalnum. Landsmót í Reykjavík er mikil lyftistöng fyrir félagið og óhætt að segja að Fáksmenn séu í hátíðarskapi þessa dagana og stoltir yfir frábærum endurbætum á félagssvæðinu.

Þetta var í fyrsta sinn í ein tíu ár sem ég tek þátt í gæðingakeppni en þá keppti ég einnig í B-flokki gæðinga. "Örfáum"  árum áður keppti ég einnig tvisvar í A-flokki gæðinga með góðum árangri og hlakka ég mikið til að reyna mig í þeirri grein á ný. 
 
Mér er sérstaklega minnisstætt að á þessum tíma var ég eini kvenmaðurinn, eini áhugamaðurinn og eini keppandinn undir tvítugu sem keppti í A-flokki gæðinga á Hvítasunnukappreiðum Fáks eins og mótin hétu á þeim tíma. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Konur eru sífellt að verða meira áberandi í sportinu, bæði áhugamenn og atvinnumenn og unga fólkið er atkvæðamikið í öllum flokkum. Áhugamenn og atvinnumenn stunda hestamennskuna árið um kring af miklum krafti og etja kappi á stórum hestmannamótum.

Að þessu sinni skráði ég okkur Myrkvu til leiks í B-flokki áhugamanna þar sem við vorum að reyna okkur í þessari grein í fyrsta sinn. Við tókum 2. sætið eftir harða keppni við öfluga keppinauta en glæsihesturinn Sleipnir frá Gunnarsholti, undan Gusti frá Grund, varð ekki sigraður að þessu sinni. 

Við Myrkva höfðum ekki æft okkur sérstaklega með þátttöku í gæðingakeppni í huga þetta vorið en þessi frumraun okkar gaf góð fyrirheit. Við stefnum á bæta um betur og mæta undirbúnar til leiks fyrir næstu mótalotu í ágúst.

Úrslitin í B-flokki áhugamanna:
  1. Sleipnir frá Gunnarsholti, 8,42. Knapi Guðmundur Ásgeir Björnsson
  2. Myrkva frá Álfhólum, 8,27. Knapi Saga Steinþórsdóttir
  3. Flugar frá Eyri, 8,26. Knapi Ragnhildur Matthíasdóttir
  4. Ófeig frá Holtsmúla 8,23. Knapi Rakel Sigurhansdóttir
  5. Fengur frá Hofsstöðum, 8,18. Knapi Aníta Lára Ólafsdóttir
  6. Penni frá Sólheimum, 8,12. Knapi Hrefna Hallgrímsdóttir
  7. Fálki frá Tungu 7,87. Knapi Hrafnhildur Jónsdóttir
  8. Hulinn frá Sauðafelli 7,81. Knapi Guðni Hólm Stefánsson
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL