MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Góð byrjun

5/17/2016

0 Comments

 
PictureÞrígangsmót Spretts í apríl 2016
Ég fór með þau Móa og Myrkvu frá Álfhólum á þrígangsmót Spretts í lok apríl sl. og náði með þau bæði inn í A-úrslit, Mói var annar með 6.57 og Myrkva var fimmta með 6,37 í einkunn. Ég ákvað þó að reyna unga folann að þessu sinni og það reyndist rétt ákvörðun því við unnum opna flokkinn með 6.78 í einkunn. Rúsínan í pylsuendanum var síðan að vera valin glæsilegasta par mótsins að mati dómara þar sem við uppskáru skemmtilegt málverk að launum.

A úrslit á þrígangsmóti:
1. Saga Steinþórsdóttir, Mói frá Álfhólum, 6,78 
2. Valdís Guðmunds, Kjarva frá Borgarnesi, 6,67
3. Jóhann Ólafsson, Dáti frá Hrappsstöðum, 6,61
4. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Sigríður frá Feti, 6,56
5. Hrafnhildur Jónsdóttir, Hrímar frá Lundi, 6,5
6. Aþena Eir Jónsdóttir, Veröld frá Grindavík, 6,39


Þetta var því góð byrjun á keppnistímabilinu hjá okkur Móa en sömu viku unnum við einnig firmakeppni Fáks í flokki Konur I. Við vorum svo skráð til leiks á íþróttamóti Mána í lok aprílmánaðar en vorum svo óheppin að lenda utan brautar eftir klaufalega stökkskiptingu við útgang vallarins. Það fór í reynslubankann alræmda, þessu hef ég ekki lent í áður. Myrkva mætti einnig í braut á mótinu og lauk sinni sýningu þokkalega með 5,97 í einkunn. 

Næsta mót var WR Reykjavíkurmeistaramót þar sem við Mói þreyttum frumraun okkar í fjórgangi. Forkeppnin gekk ágætlega og við náðum þriðja sæti inn í úrslit í 1. flokki með 6,67 í einkunn. Ég var einnig með Myrkvu frá Álfhólum í sömu grein og við fengum við 6.0 í einkunn. Það var vissulega ánægjulegt að komast beint í A-úrslit á svona sterka íþróttarmóti með ungann fola í sinni fyrstu fjórgangskeppni og í úrslitum vorum við að stigast nokkuð svipað og í forkeppni. Við enduðum því í 5. sæti í jafnri baráttu með 6,70 í einkunn.

Picture
A úrslit á Rvk. móti.
A úrslit í fjórgangi (V2): 
1. Halldóra Baldvinsdóttir / Tenór frá Stóra-Ási 7,17
2. Guðmar Þór Pétursson / Brúney frá Grafarkoti 6,93
3. Stella S. Pálmarsdóttir / Pétur Gautur frá Strandarh. 6,80
4. Helena Ríkey Leifsdóttir / Faxi frá Hólkoti 6,77
5. Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum 6,70
6. Bylgja Gauksdóttir / Gambur frá Engjavatni 6,40
Þetta var góð æfing en við þurfum að fínpussa eitt og annað fyrir næstu mót en næsta verkefni Móa er kynbótasýningar vorsins. Þar er á brattan að sækja með klárhest en við teljum mikilvægt að styðja við afkvæmasöfnun Kjerúlfs frá Kollaleiru sem er hársbreidd frá því að ná lágmörkum fyrir landsmót í flokki stóðhesta með 1v. fyrir afkvæmi. Þegar þetta er skrifað þá vantar Kjerúlf aðeins fjögur afkvæmi í dóm til þess að ná lágmörkum, sjá hér.

Næsta verkefni Myrkvu er hins vegar íþróttarmót í Spretti um næstu helgi og erum við skráðar til leiks í bæði fjórgang og slaktaumatölt. Svo er það hausverkurinn, á hún að vera áfram í þjálfun eða fara undir stóðhest á ný í sumar. Okkur leiðist ekki að hafa hana á húsi hjá okkur enda frábær gæðingur og skemmtilegur reiðhestur. Að sama skapi lýst okkur ansi vel á frumburð hennar, hinn unga Mjölni sem fer um á fljúgandi góðgangi og tilþrifamiklu brokki. Það verður sofið á þessu fram á sumarið. ​
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL