![]() Gróska frá Kjarnholtum í maí 2011. Gróska frá Kjarnholtum I er ekki komin eins langt í þjálfunni og flestir jafnaldrar hennar þar sem hún var ekki frumtaminn fyrr en á sjötta vetur. Það hjálpaði svo sem ekki að við vorum að eignast okkar annað barn á sama tíma og loks skall svo hestaveikin blessaða á með öllum sínum óþægindum. Það var því ekki fyrr en núna í vor að Gróska komst í rétta formið eftir ljúf uppvaxtarár hjá Magnúsi og Guðnýju i í Kjarnholtum I. Gróska er komin á beinu brautina. Grunnþjálfun er lokið og Gróska er tilbúin að takast á við krefjandi framhaldsþjálfun. Gróska er efni í afar öflugan keppnishest á fimmgangsvængnum með allar gangtegundir jafnar og góðar, frábær gangskil og öflugt skeið. Gróska er skrefstór og getumikil hestgerð sem þarf sinn tíma en er sífellt að bæta við sig. Gróska var eitt auðveldasta unghross sem við höfum tamið og frá byrjun var allur gangur laus og rúmur. Sem dæmi um hversu örugg og þægileg Gróska var frá byrjun þá var hún eina hrossið sem ég þjálfaði þetta haustið í frumtamningu, komin rúma 6 mánuði á leið með dóttur okkar.
Þessi vetur hefur verið óvenju langur hjá Grósku því hún kom á hús snemma í haust eftir fimm mánaða veikindahlé. Eftir strangt aðhald í vetur þá þarf núna að byggja upp vöðva og þrek. Gróska þarf meiri styrk og snerpu til að ná fullum afköstum á öllum gangtegundum og við ætlum að flýta okkur hægt og gefa okkur meiri tíma áður en við stillum Grósku upp til sýningar eða keppni. Ljóst er að byggingaeinkunn hennar mun ekki auðvelda Grósku frama á kynbótabrautinni og því stefnum við því frekar á keppnisbrautina að sinni. Við munum taka stöðuna aftur í sumar og meta hvort hún verði tilbúin til átaka síðsumars. Það er okkar reynsla að tilbreyting í umhverfi og græn grös gera kraftaverk fyrir líðan hrossanna og framfarirnar koma oft af sjálfu sér.
0 Comments
Leave a Reply. |