MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Haustþjálfun

8/26/2013

0 Comments

 
PictureHilmar tamningamaður á Þey frá Reykjavík.
Við erum komin með hrossin okkar aftur á hús eftir tæplega mánaðarhlé frá útreiðum á meðan fjölskyldan hélt saman í sumarfrí, bæði innanlands og utan. Við hjónakornin skelltum okkur meðal annars til Berlínar á heimsmeistaramót íslenska hestins en einnig dvöldum við vikulangt í sumarbústað í Grímsnesi og ferðuðumst til Akureyrar og nágrennis.Við fórum í tvær stuttar hestaferðir í júlí, annars vegar til Þingvalla á þremur dögum og síðan tókum við þátt í dagsferð í dásemdarveðri um verslunarmannahelgina með Álfhólabúinu.

Það er helst að frétta að 4 vetra folarnir okkar tveir undan Ágústínusi frá Melaleiti eru komnir undir hnakkinn og eru þetta myndarfolar sem tölta og skeiða eins og enginn sé morgundagurinn. Skapgerðin er ákveðin en temst vonandi hratt og örugglega. Grunnþjálfunin heldur síðan áfram með 5 vetra hryssurnar okkar tvær undan Mola og Arði en það er langur vegur frá frumtamningu að fulltömdum hesti. Hvert skref tekur sinn tíma í þjálfuninni og þar gildir ekkert nema þolinmæðin. 

Haustið er að kjörinn tími til að frumtemja og grunnþjálfa unghrossin því þá eru keppnishrossin ekki lengur í forgangi og rólegur tími framundan. Það verður spennandi að sjá hvert þessi fjögur unghross verða komin eftir haustþjálfunina.     

0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL