MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Hauststemning

12/16/2011

0 Comments

 
PictureRóska frá Sólheimum í haustsólinni.
Við förum vikulega í hausthagann til að fylgjast með líðan hestana á þessum árstíma og tókum nokkrar myndir af því tilefni áður en snjórinn huldi jörðu.

Um næstu helgi munum við flytja stóðið okkar í Kjósina þar sem yngri hrossin okkar verða í vetrarbeit hjá Sigurbirni í Kiðafelli. Þau eru feit og fín eftir beitina í grösugum hausthaganum. Haustvinnan með unghrossin gekk vel í október en það var kominn tími á smá hesthúshvíld fyrir fjölskylduna undir lok mánaðar eftir 15 mánaða samfellda hesthústörn.

Framundan er spennandi vetur með töluverðu annríki en húsfreyjan hefur ákveðið að setjast á skólabekk í Háskóla Íslands eftir 10 ára námshlé. Dagarnir verða þétt skipaðir á komandi vetri því nám samhliða fullu starfi, fjölskyldu og auðvitað hrossunum krefst mikillar skipulagningar. Vonandi hefst þetta allt á endanum með góðri samvinnu en við ætlum af þessum sökum aðeins að taka þrjú hross á hús þennan veturinn.

Erfiðast verðum að velja verkefni vetrarins og þar verða örugglega elstu hryssurnar okkar tvær í forgangi. Það er samt synd að ná ekki að sinna unghryssunum í vetur en þær koma allar á hús með vorinu. Myrkva frá Álfhólum og Gróska frá Kjarnholtum I verða í þjálfun í vetur enda stefnt með þær báðar í keppni og sýningar á nýju ári.

Jólahátíðin í ár verður sú fyrsta í 25 ár án þess að hafa hesta á húsi. Desember er afar annasamur mánuður, bæði í vinnu og jólaundirbúningi og því verður oftast minna úr verki en lagt var upp með. Vonandi koma fákarnir okkar á hús fljótlega á nýju ári enda tilhlökkunin mikil að hefja nýtt ár af krafti.
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL