MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Hestaferð og Íslandsmót

8/4/2011

0 Comments

 
PictureSkörungur 2v. frá Reykjavík, júlí 2011.
Í síðasta mánuði skelltum við okkur í 3ja daga hestaferð með hryssurnar okkar. Þetta var ívið strembnari ferð en ég átti von á en félagskapurinn var góður og allt gekk vel. Einnig skelltum við okkur Myrkva á Íslandsmót á Selfossi með litlum fyrirvara og lágmarks undirbúningi.

Hestaferðin hófst í Kjósinni aðra helgina í júlí og fórum við um margar af bestu reiðgötum suðvesturlands. Má þar nefna Láxárbakkana í Kjós, þjóðgarðinn á Þingvöllum og Þjórsárbakkana í Árnessýslu. Við fengum að fljóta með reyndum ferðamönnum sem voru að undirbúa hesta sína fyrir tíu daga hestaferð um fjallabak syðri og nyrðri sem hófst viku síðar.

Hryssurnar fengu að hlaupa mikið lausar en svona langar dagleiðir eru krefjandi og í raun er það ekki nema fyrir harðnaða ferðahesta að fara 150 km á aðeins þremur dögum. Hryssurnar stóðu sig samt allar með stakri prýði en þær voru vissulega þreyttar eftir sína fyrstu alvöru hestaferð.

Gróska og Auðna fengu verðskuldaða hvíld í tvær vikur eftir ferðina en Gróska er nú komin í framhaldsþjálfun til Söru vinkonu okkar á Álfhólum. Myrkva fór hins vegar beint inn á keppnisbrautina á Íslandsmótinu á Selfossi eftir aðeins tveggja daga hvíld þar sem við kepptum í fjórgangi við þá allra sterkustu. Við gerðum okkar besta við þessar aðstæður en vorum full kærulausar í undirbúningnum og riðum inn á brautina án þess að hafa ákveðið eða æft prógrammið.

Við vorum snemma inn á, þriðja hross í braut. Margt fór úrskeiðis, Myrkva losnaði upp á stökk af brokkinu á langhliðinni fyrir framan dómarana, tók ytra stökk í misheppnaðri stökkskiptingu og ýmis önnur smáatriði voru ekki eins og lagt var upp með. Við náðum samt að sannfæra hvor aðra um að við eigum erindi á brautina og einkunnin 6.67 fyrir svona gallaða sýningu verður að teljast ávísun á betri tölur við kjör aðstæður. Við stefnum ótrauðar áfram og næst er stefnan er sett á suðurlandsmótið á Hellu.     

Hér fyrir neðan má sjá upptöku af forkeppninni okkar á Íslandsmótinu.

0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL