MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Hestamannamót

5/25/2011

0 Comments

 
PictureAuðna frá Álfhólum, hægt tölt.
Við Myrkva frá Álfhólum heimsóttum Andvara um liðna helgi til að reyna okkur við heimamenn og gesti þeirra á opnu íþróttarmóti félagsins. Við skráðum okkur að þessu sinni í opinn flokk (1. flokk) í fjórgang og kepptum þar við atvinnumenn og þaulreynda keppnismenn og konur. Niðurstaðan var ásættanleg, við hlutum 6,30 í einkunn í forkeppni, sömu tölu og á Reykjavíkurmeistaramótinu fyrir tveimur vikum og 6,60 í úrslitum. En það var ekki einungis Myrkva sem brá sér á völlinn um helgina því við Auðna frá Álfhólum mátuðum Hvammsvöllinn í firmakeppni Fáks á föstudagskvöld.

PictureAuðna frá Álfhólum, greitt tölt.
Það var á brattann að sækja í úrslitunum í Andvara. Tveir efstu keppendurnir voru í algjörum sérflokki (meistaraflokkshestar). Úrslitin voru því í raun slagur um 3. sætið. Eitt og annað hefði betur mátt fara hjá okkur Myrkvu bæði í forkeppni og úrslitum. Við riðum líka af fullmiklu öryggi og þurfum klárlega að æfa okkur í að vera djarfari í brautinni en það kemur líklega með æfingunni. Þetta er einungis okkar annað mót saman og framundan eru önnur tækifæri til að tefla fram öllu því besta sem getum. Allt fer þetta í reynslubankann.

Úrslitin voru skemmtileg og þar hækkuðum við úr 6,30 í 6,60 í aðaleinkunn. Við fengum í meðaleinkunn 6,5 fyrir hægt tölt, brokk og stökk - 7,17 fyrir fet og 6,33 fyrir yfirferð. Yfirferðin er að opnast og öryggið eykst með degi hverjum. Við erum jafnvel farnar að gæla við möguleikana á töltkeppni með þessu áframhaldi. Það eru sóknarfæri á öllum gangtegundum og fengum við nokkrar 7 fyrir bæði brokk og stökk. Niðurstaðan að þessu sinni var 4. sæti með aðeins 0,03 stigum á eftir 3. sætinu. (Sjá heildarniðurstöður úrslita hér fyrir neðan).   

Við Auðna frá Álfhólum mátuðum síðan Hvammsvöllinn í firmakeppni Fáks á okkar fyrsta móti á föstudagskvöldið. Auðna var full áköf á vellinum en þetta var góð æfing fyrir okkur báðar. Æfingin skapar meistarann og við munum mæta betur undirbúnar á annað töltmót síðar. Fákskonur voru stórgóðar á firmamótinu og hlutskörpust var Rósa Valdimarsdóttir með stóðhestinn sinn Íkon frá Hákoti og önnur var Rakel Sigurhansdóttir með stóðhestinn sinn Storm frá Efri-Rauðalæk. 

Myndirnar af okkur Auðnu tók dóttir Rósu, Hrefna María Ómarsdóttir.

Fjórgangur A úrslit 1. flokkur

1. Berglind Ragnarsdóttir / Frakkur frá Laugavöllum 7,47
2. Erla Guðný Gylfadóttir / Erpir frá Mið-Fossum 7,27
3. Jón Ó Guðmundsson / Losti frá Kálfholti 6,63
4. Saga Steinþórsdóttir / Myrkva frá Álfhólum 6,60
5. Þórarinn Ragnarsson / Sveindís frá Kjarnholtum I 6,43

0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL