MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Húsmæðraorlof í Álfhólum

8/18/2011

0 Comments

 
PictureMánasteinn frá Álfhólum, júlí 2011.
Um miðjan júlí fór ég í nokkra daga húsmæðraorlof til Söru vinkonu minnar í Álfhólum. Við fjölskyldan höfum farið í sveitinni til Söru á hverju sumri í mörg ár og dvalið í góðu yfirlæti í skemmri eða lengri tíma.
Það er alveg ómetanlegt að komast út úr bænum og dvelja í sveitinni, fylgjast með ungviðinu fæðast og ríða út á frábærum gæðingum. Þegar við vorum ung og barnlaus vorum við frjálsari og dvöldum lengur í senn en með stækkandi fjölskyldu hefur dvalartíminn styst jafnt og þétt. Það var því brugðið á það ráð að þessu sinni að senda húsmóðirna eina af stað til að ná smá forskoti áður en fjölskyldan mætti á svæðið.

Hrossaræktarbúið á Álfhólum þarf ekki að kynna fyrir hestamönnum. þar hefur verið stunduð metnaðarfull hrossarækt undir stjórn Söru til margra ára. Það fór líklega ekki heldur framhjá nokkrum hversu rækilega Sara Ástþórsdóttir og fjölskylda slógu í gegn á síðasta landsmóti hestamanna í Skagafirði. Ekki aðeins voru þau með frábæran stóðhest og hryssur í einstaklingssýningum heldur fylgdu þessir einstaklingar einnig feðrum sínum í afkvæmasýningum og minntu loks rækilega á sig á ræktunarbússýningum bæði á föstudags- og laugardagskvöldvöku.

Fremst í flokki fór þar glæsihryssan Díva frá Álfhólum sem hlaut í vor 10 fyrir bæði tölt og vilja og geðslag. Díva er undan Orrasyninum Arði frá Brautarholti og gæðingamóðurinni Dimmu frá Miðfelli, dóttir Hrafns frá Hrafnhólum.

Picture
Í hesthúsinu á Álfhólum standa gæðingarnir í röðum og það eru auðvitað algjör forréttindi að fá að fara á bak þeim. Því er ekki að neita að það er hverjum hestamanni hollt að kynnast virkilega góðum hestum og sem flestum hestgerðum. Sem áhugamaður um hrossarækt er einnig forvitnilegt að kynnast afkvæmum ólíkra stóðhesta, geðslagi og ganglagi.

En ævintýrin gerast líka í sveitinni og nú hefur komið í ljós að við eigum von á folaldi næsta sumar undan ofurtöltaranum Kráki frá Blesastöðum 1A, sem hlaut m.a. 9,5 fyrir tölt aðeins 4 vetra gamall. Hann er í hópi ungra og efnilegra stóðhesta, aðeins 9 vetra gamall, en samt hefur hann þegar skilað 20 afkvæmum í fullnaðardóm. Þar af hafa 10 afkvæmi hlotið 1. verðlaun, eða helmingur allra sýndra afkvæma. Það má ætla að sú tala geti hækkað fljótlega enda mæta afkvæmi Kráks ung í dóm og eiga því mikla möguleika á að hækka að ári. 

Það vekur einnig athygli að í þessum afkvæmahópi hafa tvö afkvæmi hlotið 9,5 fyrir tölt, átta afkvæmi hafa hlotið 9, sex afkvæmi hafa hlotið 8,5 og fjögur hafa hlotið 8 sem er jafnframt lægsta einkunnin sem nokkurt afkvæmi hefur hlotið hingað til fyrir þá gangtegund.
 
Við erum full tilhlökkunar að fá loksins folald eftir þriggja ára hlé og ekki er verra að það sé úr gæðingahreiðrinu á Álfhólum. Nánar verður fjallað um þetta ræktunarævintýri í Álfhólum síðar.  

0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL