MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Í upphafi árs

1/11/2017

0 Comments

 
PictureVinur frá Kirkjubæjarklaustri
​Hrossin okkar eru hægt og rólega að tínast á hús í upphafi vetrar og þjálfunin er að keyrast í gang. Mói, Myrkva og Eldey eru þegar komin á járn í Víðidalnum og þau koma vel undan hausti þó að aðeins hafi borið á hnjóskum í baki og lend þegar þau komu á hús fyrir jólin. Til viðbótar höfum við fengið lánaðan 24 vetra höfðingja frá Birtu mágkonu minni til að kenna börnum okkar í vetur. Vinur er afar traustur og þægur öðlingur en hann er samt viljugur og rúllar áfram á tölti. Börnin hafa þegar tekið miklu ástfóstri við hann og áhugi þeirra eflist samhliða auknu trausti.    

Þrjú hross eru enn ókomin á hús en eru væntanlegir á næstu vikum. Þar af eru tveir ungfolarnir undan Dimmuborg frá Álfhólum, Krákssonur á fimmta vetur og Framherjasonur á fjórða vetur. ​Þessir hestar verða sóttir einhverntímann á næstu vikum en það hefur reynst okkur vel að hafa rúmt um hestana í húsinu í byrjun vetrar.

Við kjósum að hafa færri þjálfunarverkefni í hesthúsinu á meðan skammdegið er í hámarki. Þegar daginn fer smám saman að lengja þá er auðveldara að bæta fleiri verkefnum og fjölskyldan hefur að auki rýmri tíma til samveru í hesthúsinu á virkum dögum eftir skóla, vinnu og tómstundaræfingar barnanna. 

0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL