MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Íþróttamót í júnímánuði

6/17/2016

0 Comments

 
Picture
Mynd: Anna Guðmundsdóttir
Ég mætti með Myrkvu frá Álfhólum á áhugamannamóti Hrímnis í Spretti um liðna helgi en þetta er í fyrsta sinn sem þetta skemmtilega mót er haldið. Við Myrkva tókum að vanda þátt í tveimur greinum á mótinu, fjórgangi og slaktaumatölti. Sagan frá síðasta móti endurtók sig í forkeppni og við enduðum á að ríða þrenn úrslit á sunnudeginum eftir að hafa farið lengri leiðina í fjórganginum eftir kunnugleg mistök í stökkskiptingu. Við unnum B-úrslitin með 6,63 í einkunn og riðum okkur síðan upp í 3ja sætið í A-úrslitum með 6,57 í einkunn. Í slaktaumatöltinu héldum við 4. sætinu frá forkeppni í þrælsterkri keppni með 6,46 í einkunn.

Við vorum mjög sáttar með frammistöðu okkar á mótinu og Myrkva lagði sig alla fram í úrslitunum þar sem barist var drengilega um hverja kommu. Hér fyrir neðan má sjá nánari niðurstöður úr þessum greinum.

A úrslit slaktaumatölti (T2):

1. Jóhann Ólafsson og Gnýr frá Árgerði 6,88
2. Helena Ríkey Leifsdóttir og Faxi frá Hólkoti 6,79
3. Jessica Dahlgren og Luxus frá Eyrabakka 6,71
4. Saga Steinþórsdóttir og Myrkva frá Álfhólum 6,46
5. Hrafnhildur Jónsdóttir og Eysteinn Ísar frá Ketilsstöðum 5,96
6. Jenny Elisabet Eriksson og Gestur frá Útnyrðingsstöðum 5,67

A úrslit í fjórgangi (V2): 
1. Halldóra Baldvinsdóttir og Tenór frá Stóra-Ási 6,93

2. Helena Ríkey Leifsdóttir og Faxi frá Hólkoti 6,80
3. Saga Steinþórsdóttir og Myrkva frá Álfhólum 6,57
4. Hrafnhildur Jónsdóttir og Kraftur frá Keldudal 6,53
5. Játvarður Jökull Ingvarsson og Von frá Seljabrekku 6,27
6. Jessica Dahlgren og Luxus frá Eyrarbakka 6,07

Næsta mót var Reykjavík Riders Cup dagana 16.-17. júní en þar mætti ég með Móa frá Álfhólum í fjórgang og tölt en Myrkvu frá Álfhólum í slaktaumatölt. Árangur var ágætur. Við Myrkva náðum 6,40 í forkeppni í slaktaumatölti en dýrkeypt mistök á slaka taumnum í úrslitum lækkuðu okkur niður í 6,17 sem dugði í 4. sætið að þessu sinni.

A-úrslit í slaktaumatölti (T2): 
1. Páll Bragi Hólmarsson og Ópera frá Austurkoti 6,92
2. Ylfa Guðrún Svafarsdóttir og Sandra frá Dufþaksholti 6,88
3. Arnar Heimir Lárusson og Amanda Vala frá Skriðulandi 6,54

4. Saga Steindórsdóttir og Myrkva frá Álfhólum 6,17
5. Dagur Ingi Axelsson og Fjörnir frá Reykjavík 6,13
6. Vilfríður Sæþórsdóttir og Logadís frá Múla 5,88 

Við Mói vorum svo 0.03 stigum frá 2. sætinu en höfnuðum í 4. sæti í okkar annarri fjórgangiskeppni með 6,60 í einkunn. Við höfnuðum síðan í 8. sæti í töltinu með 6,30, þurfum að æfa hraðabreytingarnar betur heima fyrir næstu keppni. Mói er einungis 6 vetra og á vafalaust eftir að bæta við sig í tæknilegum atriðum á komandi misserum. 

A-úrslit í  fjórgangi (V2): 
1. Jón Finnur Hansson og Dís frá Hólabaki 6,97
2. Hrafnhildur Jónsdóttir og Kraftur frá Keldudal 6,63
3. Hanna Rún Ingibergsdóttir og Mörður frá Kirkjubæ 6,63

4. Saga Steinþórsdóttir og Mói frá Álfhólum 6,60
5. Telma Tómasson og Barón frá Bala 6,53
6. Arnar Máni Sigurjónsson og Bjartur frá Garðakoti 6,47
7. Agnes Hekla Árnadóttir og Kolbakur frá Hólshúsum 6,30
Mói vinstra megin - Myrkva hægra megin. 
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL