Ég mætti með Myrkvu frá Álfhólum á íþróttamót Spretts um liðna helgi þar sem við kepptum í fjórgangi og slaktaumatölti í 1. flokki. Við vorum efstar inn í B-úrslitin í fjórgangi eftir dýrkeypt mistök í forkeppni en næstefst inn í A-úrslit í slaktaumatöltinu.
Við unnum svo B-úrslitin í fjórgangi með 6.50 í einkunn og gerðum okkur lítið fyrir og riðum okkur upp um heil sex sæti í A-úrslitum. Við enduðum því í kunnuglegu öðru sæti með 6.47 í einkunn og héldum jafnframt okkar örugga öðru sæti í slaktaumatöltinu með 6,33 í einkunn. Myrkva hefur engu gleymt í fæðingarorlofinu en við tókum hana á hús og undan henni folald snemma í janúar sl. Hún átti nóg inni eftir að hafa farið þrenn úrslit sama daginn og stóð sig frábærlega í þeim öllum enda gæðingur af bestu gerð. Fjórgangur V2 - 1. flokkur: 1. Haukur Bjarnason / Ísar frá Skáney 6,70 2. Saga Steinþórsdóttir / Myrkva frá Álfhólum 6,47 3-5. Birgitta Dröfn Kristinsdóttir / Mirra frá Laugarbökkum 6,40 3-5. Sævar Haraldsson / Tigulás frá Marteinst. 6,40 3-5. Sigurður V. Martthíasson / Hekla frá Flagbjarnarholti 6,40 6. Ómar Pétursson / Stæll frá Hvanneyri 6,33 7. Kári Steinsson / Léttir frá Húsanesi 6,23 Tölt T2 - 1. flokkur: 1. Arnar Heimir Lárusson /Amanda Vala frá Skriðulandi 6,42 2. Saga Steinþórsdóttir / Myrkva frá Álfhólum 6,33 3. Rakel Sigurðardóttir / Ra frá Marteinstungu 6,25 4. Ríkharður Flemming Jensen / Auðdís frá Traðarlandi 6,00 5. Vilfríður Sæþórsdóttir / Logadís frá Múla 5,25
0 Comments
Leave a Reply. |