MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Þjálfun 2013

4/11/2013

0 Comments

 
PictureSteinþór Nói 6 ára á Grósku.
Tvær fyrstu hryssurnar komu á hús í byrjun febrúar eftir fjögurra mánaða pásu frá útreiðum. Þetta verður að teljast lengsta pása húsfreyjunnar síðari ára, hið minnsta síðan á síðustu meðgöngu fyrir rúmum þremur árum. Frá þeim tíma höfum við haft hestana svo til samfellt á járnum, þar til núna í haust. Aldrei fyrr höfum við heldur tekið inn svona seint að vetri en okkur líkar það vel að færa "haustpásuna" fram á veturinn. Ríða út fram í október og taka síðan á hús í febrúar, sleppa þar með útreiðum yfir mestu skammdegismánuðina.

Fyrstu hryssunrnar á hús eru öldungarnir í hópnum, þær Myrkva frá Álfhólum og Gróska frá Kjarnholtum I, báðar á níunda vetri. Ungmeyjarnar tvær á fimmta vetri, þær Róska frá Sólheimum og Skriða frá Reykjavík, eru væntanlegar á hús í maímánuði og frumtamningarfolarnir tveir undan Ágústínusi koma til tamningar í sumar.

Það er lúxuslíf að hafa aðeins tvær fulltamdar hryssur í þjálfun á þessum árstíma og í raun alveg nóg samhliða fullri vinnu, háskólanámi og fjölskyldu. Okkur klæjar vissulega í fingurnar að halda áfram með unghrossin en ákváðum að forgangsraða þjálfun keppnishestanna framan unghrossum þennan veturinn. Það hefur hins vegar reynt á Grósku okkar í nýju hlutverki. Hún hefur tekið að sér, meðfram öðru, að kenna syni okkar mannganginn í hestamennskunni. Það er ómetanlegt að hafa í húsinu traustan hest sem börnin geta æft sig á en samhliða undirbúum við okkur undir fimmgangskeppnir vorsins. Það styttst í fyrstu íþróttarmót ársins og það verður spennndi að takast á við nýtt keppnistímabil með brúnkurnar tvær. 

0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL