MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Keppnissumarið 2020 í skugga COVID - Part 1

2/10/2021

 
Picture
Steinþór Nói og Drífandi frá Álfhólum, 2020.
Picture
Viðurkenning fyrir keppnisárangur frá Fáki.
Í byrjun árs tókum við mæðginin á móti viðurkenningum frá Fáki fyrir framúrskarandi keppnisárangur á árinu 2020 í okkar flokkum. 

Þrátt fyrir krefjandi aðstæður á tímum COVID þá náðum við að sækja nokkur hestamót á síðasta ári og verður hér stiklað á stóru í þeim efnum.

Eftir vetrarmótin þá tóku útimótin við og fyrsta mótið var Hafnarfjarðarmeistaramót í Sörla dagana 13.-17. maí. Þar tókum við Mói þátt í fjórgangi 1. flokki og Steinþór Nói mætti með bæði Drífanda og Myrkvu frá Álfhólum í fjórgang og T7 í barnaflokki til að æfa sig og safna reynslu.

Ekki gekk allt upp í fjórganginum en Steinþór Nói og Drífandi gerðu góða ferð í T7 og náðu 2. sæti með 6.25 í einkunn. Við Mói mættum í fjórgang 1. flokk og urðum í 2. sæti í með 7.03 í einkunn. 
Hafnarfjarðarmeistaramót - Fjórgangur (V2) 1. flokkur

1. Vilborg Smáradóttir / Sigur frá Stóra-Vatnsskarði 7.23
2. Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum 7.03
3.-4. Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir / Dökkvi frá Miðskeri 6.57
3.-4. Sunna Sigríður Guðmundsdóttir / Nói frá Vatnsleysu 6.57

5. Kristín Ingólfsdóttir / Ásvar frá Hamrahóli 6.37

Næst á dagskrá voru þrjú gæðingamót sem þeir félagar, Steinþór Nói og Drífandi, nýttu vel til að æfa sig og gera tilraunir með útfærslur á gæðingaprógrammi sínu í barnaflokki. Fyrst á dagskrá var gæðingamót Fáks (29.-30. maí) þar sem þeir komu áttunda sæti inn í úrslitin með 8.20 í einkunn en unnu sig upp í 6. sætið í úrslitum með 8.39 í einkunn. Helgina eftir, gæðingamót Spretts (5.-7. júní), voru þeir félagar rétt utan úrslita með 8.20 í einkunn eftir forkeppni en viku síðar, á gæðingamóti Harðar (13.-14. júní), gekk prógrammið loksins upp og stóðu þeir efstir eftir forkeppni með 8.35 í einkunn. Í úrslitum gekk framan af vel en kýrstökk í fyrri stökksprett af tveimur setti vissulega strik í reikninginn og enduðu þeir því í 2. sæti með 8.48 í einkunn.

Við Mói tókum jafnframt þátt í töltkeppni (T3) á gæðingamóti Harðar og vorum við efsti inn í úrslitin eftir forkeppni (6.93) en enduðum í 2. sæti eftir smá bras í úrslitum. 

Gæðingamót Harðar - Tölt (T3) 1. flokkur
1. Erlendur Ari Óskarsson / Byr frá Grafarkoti 7.17
2. Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum 7.06
3. Hulda Katrín Eiríksdóttir / Salvar frá Fornusöndum 6.94
4. Ásta G. Gunnarsdóttir / Bjarmi frá Ketilhúshaga 6.22
5. Kjartan Ólafsson / Víóla frá Niðarósi 6.06
6. Hrafnhildur Jónsdóttir / Hrímnir frá Syðri-Brennihóli 6

Næsta mót var Reykjavíkurmeistaramót Fáks sem haldið var dagana 29. júní til 5. júlí og varð langstærsta íþróttamót ársins. Við mæðginin kepptum bæði á þessu móti, Steinþór Nói og Drífandi mættu í fjórgang (V2) & tölt (T3) í barnaflokki og við Mói frá Álfhólum mættum í sömu greinar í 1. flokki. Steinþór Nói og Drífandi voru að keppa í þessum tveimur greinum í fyrsta sinn og áttu góðar sýningar sem þó skiluðu þeim ekki í úrslit að þessu sinni á feiknasterku móti.

Við Mói enduðum í 2. sæti í báðum greinum eftir smá bras í forkeppni í fjórgangi. Við fórum lengri leiðina að þessu sinni og komumst upp á A úrslit í gegnum sigur í B úrslitum. Við náðum þó að lokum að landa langþráðum tvöföldum Reykjavíkursmeistaratitli með besta árangur Fáksfélaga í báðum greinum. 


Reykjavíkurmeistaramót - Tölt (T3) 1. flokkur
1. Sunna Sigríður Guðmundsdóttir / Nói frá Vatnsleysu 7.44
2. Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum 7.17
3. Edda Hrund Hinriksdóttir / Laufey frá Ólafsvöllum 6.94
4. Ólafur G. Sigurðsson / Garpur frá Seljabrekku 6.78
5. Vilborg Smáradóttir / Sigur frá Stóra-Vatnsskarði 6.67
6. Jón Steinar Konráðsson / Massi frá Dýrfinnustöðum 6.61


Reykjavíkurmeistaramót - Fjórgangur (V2) 1. flokkur
1. Vilborg Smáradóttir / Sigur frá Stóra-Vatnsskarði 7.20
2. Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum 7.17
3. Sunna Sigríður Guðmundsdóttir / Nói frá Vatnsleysu 7.13
4. Elín Árnadóttir / Blær frá Prestsbakka 6.67
5. Elín Magnea Björnsdóttir / Melódía frá Hjarðarholti 6.63
6. Marín L. Skúladóttir / Hafrún frá Ytra-Vallholti 6.57
Picture

Comments are closed.
    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL