MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Keppnissumarið 2020 í skugga COVID - Part 2

4/13/2021

 
Síðustu ár höfum við gjarnan tekið okkur langt og gott sumarfrí og ferðast til suðrænna sólarlanda en COVID sumarið 2020 setti að þessu sinni strik í reikninginn. Við fjölskyldan vorum því með hestana okkar í þjálfun í bænum allt sumarið og fórum nokkrar lengri og skemmri hestaferðir. Þá gafst jafnframt tækifæri til að taka stefnuna á nokkur síðsumarsmót sem haldin voru rétt áður en þriðja bylgjan skall á.
 
Við Mói mættum í fyrsta sinn á Áhugamannamót Íslands sem haldið var á Hellu helgina 25.-26. júlí. Þar tókum við bæði þátt í tölti og fjórgangi, sigruðum fjórganginn með 7,10 í einkunn og urðum í 2. sæti í tölti með 7,06 í einkunn. Ég hafi lengi horft til þessarar móta en í ár gafst í fyrsta sinn tækifæri til þátttöku vegna innanlandsævintýra með fjölskyldunni í skugga COVID.  

Þá mætti Steinþór Nói á Myrkvu okkar frá Álfhólum á tvö mót í ágústmánuði. Fyrra mótið var síðsumarsmót Spretts sem fram fór dagana 20.-23. ágúst en þar keppti þau í fjórgangi og endaði í 2. sæti með 6,13 í einkunn. Seinna mótið var Gæðingaveisla Sörla dagana 27.-29. ágúst en þar kepptu þau bæði í barnaflokki og gæðingatölti 17 ára og yngri. Þau enduðu í 3. sæti í barnaflokki með 8,26 í einkunn og 6. sæti í gæðingatölti með 8,24 í einkunn.

Frábær árangur á þeirra fyrsta keppnistímabili saman og töluverð keppnisreynsla safnaðist þrátt fyrir aðstæður og takmarkanir. Í kjölfar sumarsins tókum við fjölskyldan sameiginlega ákvörðun um að halda Myrkvu áfram í þjálfun og leyfa þeim Steinþóri Nóa að leika sér einn vetur til viðbótar áður en hún færi í folaldseignir að nýju. Tíminn í vetur hefur því verið vel nýttur til æfinga og undirbúnings meðal annars með þátttöku á námskeiðum á Fáks. Tilhlökkun er því töluverð fyrir vorinu og þeim mótum sem því fylgja en jafnframt blendnar tilfinningar um nálæga kveðjustund þegar Myrkva fer aftur í ræktun og keppnisskeifurnar verða dregnar undan eftir sumartímabilið.

Samhliða erum vangaveltur hafnar um stóðhestavali sumarsins en við stefnum á að halda bæði Myrkvu og Eyrúnu frá Strandarhjáleigu undir stóðhesta í sumar. Valkvíðinn er nokkur og horfum við spennt til þess að njóta þeirra stóðhesta- og kynbótasýninga sem munu vonandi fara fram með vorinu. Við eigum von er einu á folaldi í sumar undan Eyrúnu og Þráni frá Flagbjarnarholti og styttist biðin því með degi hverjum.       
Picture
Við Mói á Áhugamóti Íslands 2020.
Picture
Steinþór Nói og Myrkva á Sprettsmóti 2020.

Comments are closed.
    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL