MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Keppnistímabilið utandyra hafið

5/10/2017

0 Comments

 
Picture
Sigur í fjórgangi í höfn.
við Mói frá Álfhólum mættum galvösk á íþróttamót Mána síðustu helgina í apríl og kepptum þar bæði í tölti og fjórgangi. Það er ávallt ánægjulegt að mæta á íþróttamótið í Mána en það fer yfirleitt fram í lok apríl og er fyrsta úti íþróttamót ársins.
Í Mána er flott aðstaða fyrir keppendur, góð reiðhöll til upphitunar og völlurinn er góður. Ekki skemma höfðinglegar mótttökur frá Birtu mágkonu minni og fjölskyldu sem stunda sína hestamennsku á félagssvæði Mána. Það hefur mikið að segja að hafa afdrep og aðstöðu fyrir menn og hesta á mótsstað. Geta geymt hestana yfir nótt ef vel gengur og  taka létt kaffispjalli á milli keppnisgreina er ekki síður mikilvægur þáttur í mótastandinu. 
​Að þessu sinni fór f
orkeppnin fram á sunnudeginum eftir að mótinu hafði verið frestað um einn dag sökum snjókomu og óveðurs. Völlurinn kom þó ótrúlega vel undan snjónum og keppnin fór vel fram þar sem heimamenn veittu aðkomumönnum harða keppni.
 Á mánudeginum fóru úrslitin fram í afar vindasömu og blautu veðri. Völlur var mjög góður þrátt fyrir mikla bleytu en töluverðar afskráningar urðu því miður í mörgum úrslitum sökum veðurs. Þeir sem mætti á staðinn öttu þó harða keppni og höfðu gaman af. Að lokum fór svo að við Mói höfðum nauman sigur í fjórganginum en héldum okkar fjórða sæti í töltúrslitunum þrátt fyrir að missa undan skeifu á yfirferðinni. Góð byrjun á keppnistímabilinu utandyra og framundan þétt dagskrá fjölbreyttra móta allan maímánuð og fram í júní.

​Hér fyrir neðan má sjá nánari úrslit úr þessum tveimur greinum. 
​
A-úrslit í fjórgangi 1. flokki:

1 Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum 6,97 
2 Jón Steinar Konráðsson / Prins frá Skúfslæk 6,93 
​3 Jóhanna Margrét Snorradóttir / Kári frá Ásbrú 6,63 ​

A-úrslit í tölti 1. flokki:
1 Jóhanna M. Snorradóttir/ Kári frá Ásbrú 7,50 
​2 Jón Steinar Konráðsson / Prins frá Skúfslæk 7,11 
3 Edda Rún Guðmundsd./ Spyrna frá Strandarhöfði 6,94 
4 Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum 6,72 
5 Þorbjörn H. Matthíasson Húmor frá Kanastöðum 5,89 ​
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL