Á mánudeginum fóru úrslitin fram í afar vindasömu og blautu veðri. Völlur var mjög góður þrátt fyrir mikla bleytu en töluverðar afskráningar urðu því miður í mörgum úrslitum sökum veðurs. Þeir sem mætti á staðinn öttu þó harða keppni og höfðu gaman af. Að lokum fór svo að við Mói höfðum nauman sigur í fjórganginum en héldum okkar fjórða sæti í töltúrslitunum þrátt fyrir að missa undan skeifu á yfirferðinni. Góð byrjun á keppnistímabilinu utandyra og framundan þétt dagskrá fjölbreyttra móta allan maímánuð og fram í júní.
Hér fyrir neðan má sjá nánari úrslit úr þessum tveimur greinum. A-úrslit í fjórgangi 1. flokki: 1 Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum 6,97 2 Jón Steinar Konráðsson / Prins frá Skúfslæk 6,93 3 Jóhanna Margrét Snorradóttir / Kári frá Ásbrú 6,63 A-úrslit í tölti 1. flokki: 1 Jóhanna M. Snorradóttir/ Kári frá Ásbrú 7,50 2 Jón Steinar Konráðsson / Prins frá Skúfslæk 7,11 3 Edda Rún Guðmundsd./ Spyrna frá Strandarhöfði 6,94 4 Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum 6,72 5 Þorbjörn H. Matthíasson Húmor frá Kanastöðum 5,89
0 Comments
Leave a Reply. |