MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Keppnistímibil fyrir COVID19

4/22/2020

 
Picture
Mói frá Álfhólum, (V2), 1. sæti.
Picture
Myrkva frá Álfhólum (T2.)
Picture
Dalvar frá Álfhólum, töltmót (T7), 1. sæti.
Picture
Myrkva frá Álfhólum, fjórgangur (V5), 1. sæti.
Picture
Dalvar frá Álfhólum, 5. sæti í þrígangi (fimmgangs).
Í upphafi ársins grunaði okkur ekki að á þessum tímapunkti þá væri búið að aflýsa og/eða fresta öllum hestatengdum viðburðum vorsins, þar með talið Landsmóti hestamanna í sumar. Hér er stutt samantekt yfir þau mót sem við fjölskyldan mættum á í febrúarmánuði áður en COVID19 veiran skall á landsmenn og heimsbyggðina alla.

Fyrst ber að nefna mína þátttöku í Áhugamannadeild Spretts eftir að hafa tekið árs hlé frá deildinni þar sem við Mói frá Álfhólum tókum þátt og unnum sætan sigur í fjórgangi (V2) í þriðja sinn (2017, 2018 og 2020). 

Áhugamannadeild Spretts - Fjórgangur

1. Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum 7,17
2. Vilborg Smáradóttir / Sigur frá Stóra-Vatnsskarði 7,13
3. Gunnhildur Sveinbjarnard. / Elva frá Auðsholtshj. 7,10
4. Halldóra Baldvinsdóttir / Taktur frá Vakurstöðum 6,83
5. Sunna S. Guðmundsdóttir / Nói frá Vatnsleysu 6,77
6. Helena Ríkey Leifsdóttir / Faxi frá Hólkoti 6,63
7. Kolbrún Grétarsdóttir / Jaðrakan frá Hellnafelli 5,93


Þá mætti ég með Dalvar frá Álfhólum í sína fyrstu keppni á vetrarmóti Fáks í byrjun febrúar þar sem keppt var í tölti (T7) þar sem við höfðum sigur í opnum flokki. Næsta mótið hans var Þrígangsmót Spretts þar sem við kepptum í okkar fyrstu fimmgangskeppni og enduðum í 5. sæti í úrslitum með 6,0 í einkunn fyrir tölt, brokk og skeið (þrígangur). Ágætisbyrjun í keppni hjá lofandi hesti. 

Vetrarmót Fáks (T7)
1. Saga Steinþórsdóttir / Dalvar frá Álfhólum 6,30
2. Edda Sóley Þorsteinsdóttir / Prins frá Njarðvík 6,00
3. Bergdís Finnbogadóttir / Kolla frá Blesastöðum 4,80
4. Sandra Westphal-Wiltschek /Ösp frá Hlíðartúni 3,80

 
​Þrígangsmót Spretts - Fimmgangur
1. Sigurður B. Ríkharðsson / Myrkvi frá Traðarlandi 6,89
2. Jón Herkovic / Mjöll frá Velli II 6,50
3. Arnar Heimir Lárusson / Flosi frá Búlandi 6,33
4. Adolf Snæbjörnsson / Árvakur frá Dallandi 6,28
5. Saga Steinþórsdóttir / Dalvar frá Álfhólum 6,00
6. Bergey Gunnarsdóttir / Brunnur frá Brú 5,94
7. Sigurður G. Markússon / Nagli frá Grindavík 4,11


Þá tókum við Myrkvu frá Álfhólum á hús í vetur eftir þriggja ára hlé til að leyfa Steinþóri Nóa okkar að spreyta sig með hana í keppni. Myrkva hefur átt þrjú folöld sl. ár og er nú 16 vetra. Fyrir folaldseign var hún minn helsti  keppnishestur og farsæl sem slík, þangað til systursonur hennar, Mói frá Álfhólum, tók við hennar hlutverki.

Tímabilið þeirra Steinþórs Nóa byrjaði vel og unnu þau fyrstu tvö mótin sín saman, fjórgang (V5) barna á Blue Lagoon móti Spretts og vetrarleika Fáks. Þá fékk ég Myrkvu lánaða fyrir slaktaumatölt (T2) í Áhugamannadeild Spretts þar sem hún stóð sig jafnframt vel þrátt fyrir að vera utan úrslita að þessu sinni. 

Ágætis byrjun á keppnisárinu hjá fjölskyldunni sem fékk þó óvæntan enda í bili eins og hjá öðru íþróttafólki. Við vonum svo sannarlega að á þessum tímapunkti séum við komin yfir það versta og að ástandið muni ganga yfir á næstu vikum og mánuðum. Þangað til höldum við ró okkar, förum varlega og hlýðum Víði.  

Comments are closed.
    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL