![]() Við fengum fréttir af því í vikunni að fætt væri móálótt hestfolald undan Myrkvu okkar og Dagfara frá Álfhólum (8.62). Það eru þá komin 10 ár frá síðasta merfolaldi sem fæddist sumarið 2008 en sex hestfolald hafa fæðst okkur í röð síðan þá. Kynjahlutföllin eru á þá leið að af þeim 14 folöldum sem við höfum ræktað á sl. 20 árum þá eru ellefu hestfolöldum á móti þremur merfolöldum. Skal engan undra að við freistumst til að kaupum af og til efnilegar hryssur til að rétta kynjahlutfallið við í litla hesthúsinu okkar. Folinn ungi virðist nokkuð álitlegur við fyrstu sýn og fer hann um á góðganginum sem er alltaf kostur. Vonandi hefur hann erft fleiri eiginleika en litinn einan frá Dagfara sem er frábær gæðingur og við hrifumst mjög af við fyrstu sýn þegar sá var einungis veturgamlan. Comments are closed.
|