Við Mói frá Álfhólum fengum í sumar tækifæri til að fylgja afkvæmahópi Kjerúlfs frá Kollaleiru til 1. verðlauna á landsmóti hestamanna í Skagafirði. Þetta var fyrsta landsmót okkar beggja en vonandi ekki það síðasta. Við höfum áður átt hest á landsmóti þegar Myrkva frá Álfhólum fylgdi ræktunarbúi Álfhóla á landsmóti hestamanna í Reykjavík 2012 en þá með annan knapa og við sátum í brekkunni. Þetta var verulega skemmtilegt og vonandi fáum við aftur tækifæri síðar til að taka þátt í viðburði sem þessum.
Þessi tvö, Mói og Myrkva, eru bæði komin í þjálfun á ný eftir fjögurra vikna sumarleyfi. Stefnan hefur verið sett á síðsumarsmótin á komandi vikum og spennandi verður að reima á sig keppnisskóna á ný.
0 Comments
Leave a Reply. |