![]()
Það var okkur mikill heiður að hryssan okkar, Myrkva frá Álfhólum, var kölluð til þátttöku í einum aðal hápunkti á Landsmóti hestamanna í Reykjavík 2012 , sýningu ræktunarbúa á laugardagskvöldvökunni.
Ræktunarbúið frá Álfhólum vann sér inn rétt til þátttöku á laugardagskvöldvöku eftir frábæra frammistöðu á kvöldvöku föstudagsins ásamt hrossaræktarbúinu frá Blesastöðum 1A. Þessi flottu tvö ræktunarbú fengu því annað tækifæri til að láta ljós sitt skína frammi fyrir tíu þúsund áhorfendum í frábæru veðri og einstakri stemningu í Víðidalnum okkar. ![]()
Vegna forfalla kom Myrkva inn sem varahross á laugardagskvöldinu og var sýnd fagmannlega af Elvari Þormarssyni undir dynjandi lófaklappi brekkunnar. Þessi kvöldstund er okkur ógleymanleg í alla staði á þessu vel heppnaða landsmóti Fáksmanna í Reykjavík.
0 Comments
Leave a Reply. |