![]() Það er að ákverðinn prófsteinn í þjálfuninni þegar marsmánuður rennur upp með tilheyrandi umhleypingum og drullumalli. Áhrif undirlags hefur mismikil áhrif á ganglag hrossanna hverju sinni en mín reynsla er sú að þegar ákveðnu stigi er náð í þjálfuninni þá hættir undirlagið að skipta eins miklu máli. Hestar sem náð hafa ákveðnum burði, yfirlínu og styrk bera sig vel við hvaða aðstæður sem er, hvort sem um er að ræða drulla, snjóskafla, klakabönd eða auða jörð. ![]() Gróska frá Kjarnholtum I er á sínum þriðja vetri í þjálfunni hjá okkur og hún hefur þurft sinn tíma. Það er ekki fyrr en núna í vetur sem hún er orðin nógu öflug til að fylgja sínu stóra skrefi eftir í fullum afköstum á öllum gangtegunum. Munar þar miklu um að böndum hefur verið komið á holdafar hennar en einnig að styrkur og mýkt í skrokknum eykst með degi hverjum. Það verður spennandi að reyna Grósku við betri aðstæður með vorinu en hún er sannarlega í flottum gír miðað við árstíma.
0 Comments
Leave a Reply. |