MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Áhugamannadeild Spretts

3/7/2017

0 Comments

 
Picture
Sigur í Equsana fjórganginum.
Picture
Liðskonur MUSTAD liðsins 2017.
Picture
Picture
Sætur sigur í höfn og verðlaunin veitt af góðum vini, Elíasi Hartmann.
Fyrsta mótið í meistaradeild áhugamanna fór fram fimmtudagskvöldið 17. febrúar sl. en það var Equsana fjórgangsmótið. Alls er um að ræða fjögur mót þar sem keppt er í fimm keppnisgreinum, fjórgangi, fimmgangi, skeiði, slaktaumatölti og tölti. Sama kvöld fór einnig fram setningarathöfn deildarinnar en þetta er þriðja árið sem deildin er haldin af hinum kraftmiklu Spretturum. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting hafi ríkt meðal keppenda að hefja leika að nýju.

Við Mói frá Álfhólum kepptum í þessari fyrstu grein deildarinnar fyrir hönd MUSTAD liðsins sem er skipað fimm vöskum reiðkonum og dugði heildarárangur liðsins í þriðja sætið í stigasöfnun kvöldsins. Alls keppa 45 keppendur í hverri grein en þrír keppendur taka þátt í hverri grein fyrir hönd þeirra 15 liða sem taka þátt í deildinni í ár.
Eftir spennandi forkeppni þá vorum við Mói næstefst inn í úrslitin en hana riðum við fyrst og fremst af öryggi og yfirvegun.

Í úrslitum hefst ávallt ný keppni og við Mói mættum í þau einbeitt með stefnuna á sigur. Allt gekk eftir og það var draumi líkast að standa uppi sem sigurvegari kvöldsins eftir harða og spennandi baráttu við sterka keppendur. 
Það hefur jafnframt verið virkilega ánægjulegt að finna fyrir dyggum stuðningi og hvatningu frá almennum hestamönnum í kjölfar mótsins og upplifa hve mikið áhorf og almenna athygli deildin fær. Það eru ekki aðeins hestamenn sem fylgjast með deildinni heldur er stór áhorfendahópur sem fylgist með hinni frábæra þáttaröð Huldu G. Geirsdóttur  um áhugamannadeildina sem sýnd er á RÚV, Á spretti. Hamingjuóskirnar í kjölfar mótsins komu því úr ólíkum og jafnvel óvæntum áttum. 

A - úrslit i Equsana fjórgangi:
1. Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum 7,03 
2. Sunna Sigríður Guðmundsdóttir / Fífill frá Feti 6,77 
3. Edda H. Hinriksdóttir / Kolfinnur frá E-Gegnishólum 6,67 
4. Sigurbjörn Viktorsson / Baldur frá Akureyri 6,30 
5. Hannes Brynjar Sigurgeirson /Fleygur frá Garðakoti 6,27 
6. Gunnar Tryggvason / Grettir frá Brimilsvöllum 6,10 
7. Gunnhildur Sveinbjarnardóttir / Skjálfti frá Langholti 6,03
Viku áður en áhugamannadeildin hófst þá tókum við Myrkva frá Álfhólum þátt í bikarmóti Harðar þar sem einnig var keppt í fjórgangi. Lagt var upp með þá aðferðafræði að taka úr okkur hrollinn fyrir innanliðsúrtökuna og hefja nýtt keppnistímabilið með upphitun fyrir áhugamannadeildinni. Að auki langaði mig aðeins að spreyta mig á Myrkvu þar sem ég stefndi með Móa, systurson hennar, í áhugamannadeildina.  
 
Vorum við stöllur efstar eftir forkeppni og héldum því sæti í úrslitum þrátt fyrir erfið vallarskilyrði og þungan völl. 
Aðeins þrír dómarar dæmdu þetta mót og var heldur mikið misræmi í einkunum þeirra. Lokaniðurstaðan var þó ásættanleg miðað við aðstæður og árstíma og nýtt keppnistímabil var raunverulega hafið. Ekki slæm byrjun, tvö gull í fjórgangi á tæpri viku með sitt hvorn Álfhólagæðinginn.  ​
​

Bikarmót Harðar, A- úrslit í fjórgangi:
  1. Saga Steinþórsdóttir / Myrkva frá Álfhólum 6,17
  2. Súsanna Sand Ólafsdóttir / Krumma frá Skör 5,90
  3. Arnhildur Halldórsdóttir / Þytur frá Stykkishólmi 5,43
  4. Hrefna María Ómarsdóttir / Nn frá Álfhólum 5,37
  5. Guðrún Margrét Valþórsdóttir / Óskar Þór frá Hvítárholti 4,93
  6. Kristín Ingólfsdóttir / Svalur frá Hofi Höfðarströnd 4,93​
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL