Viku áður en áhugamannadeildin hófst þá tókum við Myrkva frá Álfhólum þátt í bikarmóti Harðar þar sem einnig var keppt í fjórgangi. Lagt var upp með þá aðferðafræði að taka úr okkur hrollinn fyrir innanliðsúrtökuna og hefja nýtt keppnistímabilið með upphitun fyrir áhugamannadeildinni. Að auki langaði mig aðeins að spreyta mig á Myrkvu þar sem ég stefndi með Móa, systurson hennar, í áhugamannadeildina.
Vorum við stöllur efstar eftir forkeppni og héldum því sæti í úrslitum þrátt fyrir erfið vallarskilyrði og þungan völl. Aðeins þrír dómarar dæmdu þetta mót og var heldur mikið misræmi í einkunum þeirra. Lokaniðurstaðan var þó ásættanleg miðað við aðstæður og árstíma og nýtt keppnistímabil var raunverulega hafið. Ekki slæm byrjun, tvö gull í fjórgangi á tæpri viku með sitt hvorn Álfhólagæðinginn. Bikarmót Harðar, A- úrslit í fjórgangi:
0 Comments
Leave a Reply. |