MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Meta- og Tommamót

9/16/2013

0 Comments

 
Á metamóti Spretts sem fram fór helgina 30. ágúst til 1. september skráði ég mig til leiks í A-flokki áhugamanna á Grósku frá Kjarnholtum I. Þetta var í þriðja sinn sem ég keppi í þessari keppnisgrein en liðin eru rúmlega 15 ár síðan síðast. Þetta er jafnframt í fyrsta, en örugglega ekki síðasta, sinn sem ég tek þátt í Metamótinu. Að þessu sinni var keppt á nýju keppnissvæði sameinaðs félags Gusts og Andvara sem gekk vel þrátt fyrir blauta daga. Þetta var skemmtilegt mót þar sem virkilega vel var haldið utan um öll tæknimál, rafrænar einkunnir voru settar beint á netið og bein útsending var frá öllu mótinu á Stöð 2 Sport. 
 
Við Gróska komum inn í úrslitin í 4. sæti en eftir skemmtilega keppni náðum við að vinna okkur upp í 2. sætið með aðaleinkunnina 8.20. Við hlutum einkunnina 8.10 fyrir tölt, 8.20 fyrir brokk, 8.26 fyrir skeið, 8.20 fyrir vilja/geðslag og 8,24 fyrir fegurð í reið. Það gaf skeiðhlutanum aukið skemmtanagildi að hafa tímatöku á 100 metra skeiðkafla á brautinni sem lesin var upp eftir hvern sprett. Við náðum tveimur góðum sprettum á u.þ.b. 9,4 sek. sem er vel ásættanlegt miðað við ástand brautarinnar, þjálfunarstig og holdafar Grósku en hún var óþarflega sældarleg eftir rúmlega mánaðar sumarfrí í haganum. 

Næsta og jafnframt síðasta mót ársins var Tommamótið í Víðidalnum helgina 14.-15. september. Þangað mættum við Gróska í fimmganginn sem gekk nokkuð vel, hnökrar hér og þar, en útkoman þokkalega ásættanleg miðan við þjálfunarstand og árstíma, 6.03 í einkunn. 

Úrslit í A flokki áhugamanna á Metamóti Spretts:

1 Nína María Hauksdóttir, Skírnir frá Svalbarðseyri 8,47 
2 Saga Steinþórsdóttir, Gróska frá Kjarnholtum I 8,20 
3 Anna Berg Samúelsdóttir, Blængur frá Skálpastöðum 8,18 
4 Valdís Ýr Ólafsdóttir, Hreimur frá Reykjavík, 8,01 
5 Sigurlaug Anna Auðunsdóttir, Sleipnir frá Melabergi, 7,96 
6 Rakel Sigurhansdóttir, Kría frá Varmalæk 7,74 
7 Arnar Heimir Lárusson, Glaðvör frá Hamrahóli 7,28 
8 Hafdís Arna Sigurðardóttir, Særekur frá Torfastöðum 7,00 
9 Stefán Hrafnkelsson, Logi frá Syðstu-Fossum, hætti keppni  
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL