![]() Þá er biðin loks á enda. Um helgina fæddist Mjölnir frá Reykjavík undan Ölni frá Akranesi og Myrkvu frá Álfhólum. Við vorum að vonast eftir hryssu að þessu sinni en fengum í staðinn fimmta hestfolaldið okkar í röð og þann þriðja í röð sem er jarpur að lit. Það eru því liðin heil sjö ár síðan hryssa fæddist okkur síðast og við bíðum enn. Ekki voru þau Myrkva og Ölnir heldur að splæsa í stjörnu, blesu eða vagl í auga og einlitur er Mjölnir með eindæmum. Hann er þó búinn að hvísla því að mér að hann muni bæta okkur þetta allt upp með einstökum gæðum og skörungskap.
0 Comments
Leave a Reply. |