MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Mánagrund 2013

4/23/2013

0 Comments

 
Picture
Fjórgangur opinn flokkur.
Keppnistímabilið hófst um helgina með fyrsta íþróttarmóti ársins í Mána. Fyrri mótsdaginn voru veðurguðirnir ekki hliðhollir keppendum og gekk á með snjókomu og éljum ásamt hraustlegum vindkviðum. Tölur úr forkeppni gefa glöggt dæmi um veðravítið enda aðstæður ekki allra, hvorki fyrir menn né hesta. 

Sýning okkar Myrkvu frá Álfhólum í forkeppni í fjórgangi fór í vaskinn eins og hjá mörgum öðrum og við rétt mörðum inn í úrslitin með 6.03 í einkunn. Forkeppnin á Grósku frá Kjarnholtum í fimmgangnum gekk ágætlega en líklega riðum við prógrammið aðeins of gætilega. Við þurfum að bæta einkunnina fyrir tölt og skeið en ég var ánægð með einkunir fyrir brokk og fet sem voru frá 6,5 upp í 7. Niðurtakan á skeiði mistók og sprettirnir líklega ekki nægilega kraftmiklir heldur, enda skeiðlagt upp í vindinn. Aðaleinkunn upp á 5.40 en sóknarfæri á flestum vígstöðum. Við stefnum ótrauðar á Reykjarvíkurmeistaramót sem hefst í næstu viku og næstu mót þar á eftir til að æfa okkur betur í þessari keppnisgrein eftir 20 ára hlé.
      
Sunnudagurinn rann hins vegar upp bjartur og fagur og Mánagrundin skartaði sínu fegursta. Við Myrkva vorum staðráðnar í að gera betur og í úrslitunum gekk allt upp hjá okkur. Niðurstaðan var 2. sætið með 6.83 í einkunn en heildarúrslit í fjórgangi opnum flokki voru eftirfarandi:   

1. sæti Edda Rún Ragnarsdóttir / Svalur frá Litlu Sandvík, 7,13
2. sæti Saga Steinþórsdóttir / Myrkva frá Álfhólum, 6,83
3.sæti Daníel Ingi Smárason / Hersir frá Korpu, 6,70
4. sæti Tinna Rut Jóndóttir / Hemla frá Strönd I, 6,60
5. sæti Ríkharður Flemming Jensen / Leggur frá Flögu, 6,47
6. sæti Jón Ó. Guðmundsson / Draumur frá Holtsmúla I, 6,13

0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL