Sara stórræktandi í Álfhólum sýndi Móa fyrir okkur í 1. verðlaun í kynbótadómi á Hellu í síðustu viku. Hann fór í 9 fyrir bæði tölt og stökk, 8,5 fyrir vilja & geðslag, fegurð í reið, hægt tölt og hægt stökk. Mói á inni fyrir bæði brokk og fet en þær tölur munu vonandi skila sér síðar. Hans aðalhlutverk er að sanna sig á keppnisvellinum en það er ljúft að vera komin með þennan áfanga.
Hér má sjá sundurliðun á dómi hans á Hellu. Næsta verkefni Móa verður að mæta í afkvæmasýningu með Kjerúlf frá Kollaleiru sem náð hefur lágmörkum til 1. verðlauna fyrir afkvæmi á landsmóti hestamanna á Hólum. Jafnframt eru framundan nokkur síðsumars íþrótta- og gæðingamót sem spennandi verður að spreyta sig á.
0 Comments
Leave a Reply. |