![]() Maímánuður er mikill mótamánuður í hestaíþróttum. Af einhverjum ástæðum þurfa öll íþróttamótin á suðvesturhornunu að fara fram á þremur helgum í maímánuði. Ekkert íþróttarmót er síðan á mótaskrá á þessu svæði fyrr en í ágúst. Flest hross eru í sínu besta formi yfir sumartímann og það er mikil synd að ekki séu haldin nein almennileg (WR) íþróttamót í júní og júlí. Síðustu tvö ár hafa hins verið haldin skemmtileg gullmót á þessum tíma en af einhverjum ástæðum hafa þau mót ekki sést á mótakrá LH. Í ágúst eru hins vegar skipulögð nokkur opin mót á suðvesturhorninu og þá eru fleiri en eitt mót skráð á sömu helgarnar. Það væri til mikilla bóta fyrir bæði keppendur og áhorfendur ef þessum mótum væri dreift yfir lengra tímabil. En það sem af er maímánuði þá höfum við Myrkva frá Álfhólum mætt á þrjú íþróttamót, Reykjavíkurmeistaramót í Fáki (WR), íþróttamót Harðar (WR) og íþróttamót Andvara um liðna helgina. Framundan er síðan fyrsta B-flokkskeppnin í rúmlega 10 ár á gæðingamót Fáks.
Það verður að segjast eins og er að sýningin á Reykjavíkurmeistaramóti fór algjörlega í vaskinn. Ég stökk úr próflestri til að taka þátt í fjórgangi og þrjú af fimm atriðum misheppnuðust algjörlega, einkunn upp á 6.03. Viku síðar gerðum við aðeins betur á íþróttamótinu í Herði en þar var mikið riðið í forkeppni og þol- og þrekleysi okkar Myrkvu eftir próflesturinn fór að segja til sín. Einkunnin þó skárri, 6.40 og 6.-7. sæti í B-úrslitum. Þar hækkuðum við okkur upp í 6.60 í spennandi keppni við tvo glæsilega stóðhesta frá Margrétarhofi og tvo flotta geldinga frá Sauðárkróki. Á íþróttarmótinu í Andvara vorum við á svipuðum slóðum, fengum 6.30 í forkeppni í skítakulda og roki. Sú frammistaða dugði okkur inn í A-úrslit í 5.-6. sæti. Ég var ánægð með okkur í úrslitunum og við áttum góðan dag fyrir utan yfirferðina sem reyndist okkur erfið, 6.0 á línuna. Í afar jafnri keppni enduðum við með einkunnina 6.53 og 4. sæti. A úrslit, fjórgangur 1. flokkur: 1 Fredrik Sandberg / Svali frá Þorlákshöfn 6,70 2 Jóhann Kristinn Ragnarsson / Sleipnir frá Kverná 6,60 3 Gunnar Már Þórðarson / Atli frá Meðalfelli 6,57 4 Saga Steinþórsdóttir / Myrkva frá Álfhólum 6,53 5 Jón Ó Guðmundsson / Draumur frá Holtsmúla 6,33
0 Comments
Leave a Reply. |