MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Folald sumarið 2018

2/20/2017

0 Comments

 
Picture
Picture
Picture
Eftir gott gengi Móa á keppnisbrautinni veltum við því alvarlega fyrir okkur að leiða Myrkvu (7.84) undir stóðhest á ný og freista þess að fá undan henni nokkur folöld til viðbótar. Fyrir á hún efnilegan ungfola á öðrum vetri undan Ölni frá Akranesi (8.82) sem spennandi verður temja eftir tvö ár. Við höfum þegar augastað á flottum fola og leitum ekki ástæða til að leita langt yfir skammt. Við stefnum sem sagt á að leiða hana með vorinu undir hinn unga og efnilega Dagfara frá Álfhólum (8.31).

Dagfari var í fimmta sæti í flokki 4 vetra stóðhesta á síðasta landsmóti og hlaut m.a. 9 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið. Fyrir byggingu hlaut hann 9 fyrir höfuð og 8,5 fyrir frampart, samræmi og hófa. Dagfari er undan Arðssyninum Blysfara frá Fremra-Hálsi (8.49) og Dagrúnu Álfasteinsdóttir frá Álfhólum sem slasaðist ung og var því miður aldrei sýnd. Dagrún er m.a. sammæðra þeim Dimmi (8.29) og Dívu frá Álfhólum (8.33), undan gæðingamóðurinni Dimmu frá Miðfelli (7.90).   

Myrkva sem er á þrettánda aldursári hefur staðið sig vel á keppnisbrautinni sl. ár og er með ágætan kynbótadóm, að minnasta kosti með réttu tölurnar fyrir keppnishest. Við erum því spennt fyrir því að fá undan henni nokkur folöld til viðbótar núna þegar arftaki hennar fyrir keppnisbrautina er fundinn og auðvitað með von um að eðliskostir hennar, fótaburður og gæði gangtegunda, erfist áfram til afkvæmanna. Ef allt gengur að óskum fáum við vonandi folald næsta sumar en þá verða liðin þrjú ár frá því að okkur malbiksræktendum fæddist síðast folald. Tíminn flýgur!  
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL