MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Myrra útskrifuð úr frumtamningu

10/26/2020

 
PictureSáttir nemendur í Kirkjubæ.
Fertugsafmælisgjöfin okkar, Myrra frá Álfhólum, var í september sl. útskrifuð úr tamningu hjá Hjörvari í Kirkjubæ.

Myrra, sem er fædd 2016 undan gæðingunum Konsert frá Hofi (8.72 & 10 f tölt) og Móeiði frá Álfhólum (8.22 & 9,5 fyrir tölt klárhryssa) var gjöf okkar hjóna til hvors annars þegar hún var veturgömul. Við höfum því beðið hennar með töluverðri eftirvæntingu í þrjú ár. Þá er Myrra jafnframt sammæðra hestagullinu okkar, honum Móa frá Álfhólum. 

Myrra, sem er að okkar mati afar hreyfingarfalleg og spennandi unghryssa, var jafnframt stolt og ákveðin við fyrstu kynni. Það var því ljóst að vanda þyrfti vel til verka við frumtamninguna og fengum við Hjörvar í Kirkjubæ til liðs við okkur í verkefni. Hingað til höfum við gjarnan tamið okkar unghross á eigin vegum en eftir þessa frábæru reynslu erum við komin á bragðið og erum alsæl með þá afbragðs þjónustu og faglegu vinnubrögð sem við fengum að kynnast í Kirkjubæ. Eftir frumtaminguna tók við létt haustþjálfun til að kynnast Myrru af eigin raun og eftir þau kynni 
er mikið tilhlökkun að halda áfram með þjálfun hennar á komandi vetri. Myrra er því komin í verðskuldað haustfrí til að safna kröftum fyrir næsta tímabil. 

Þess má geta að Konsert frá Hofi flaug af landi brott á haustdögum og því fæðast síðustu afkvæmi hans hér á landi næsta sumar. Hann skilur þó eftir sig stóran hóp afkvæma sem verður áhugavert að fylgjast með á næstu árum. Konsert hefur þegar hlotið 1. verðlaun fyrir afkvæmi með frábæran hóp 4 og 5 vetra unghrossa á landssýningunni í sumar en fleiri afkvæmi munu vafalaust koma fram undan honum á næstu misserum. Hver veit nema Myrra verði ein af þeim.  


Comments are closed.
    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL