MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

NÝTT UPPHAF

2/18/2011

0 Comments

 
PictureÁgústínus frá Melaleiti 2011.
Það eru engin ný vísindi að það tekur jafnlangan tíma að ala upp gæðing og bykkju. Það kostar jafnmikið að fóðra, járna og þjálfa efniviðinn sem stendur undir væntingum og þann sem gerir það ekki.

Við fjölskyldan þekkjum það vel að leggja mikinn tíma og kostnað í hesta sem við vitum nokkuð snemma að munu aldrei standa undir sér. Það hefur ekki alltaf skipt máli. Við höfum haft nægan tíma og áhuga til að sinna öllum okkar verkefnum og lærðum ýmislegt af reynslunni. En við hefðum vissulega getað lært meira af reynslu annarra. Með tímanum hafa forsendur okkar breyst. Fjölskyldan stækkar og samkeppnin um tíma verður meiri. Við höfum ekki lengur tíma eða áhuga á að nota frítíma okkar í verkefni sem gefa hvorki af sér ánægju eða árangur.

Frumtamningar eru yfirleitt skemmtilegar og gefandi þáttur í hestamennskunni en það skiptir líka máli að vera með efnileg verkefni sem krefjast þess af knapanum að hann fylgi þjálfuninni eftir á næsta stig. Að sama skapi er mikilvægt fyrir bæði knapann og ræktandann að vita hvert hann er að fara og eftir hverju hann leitar. Markmiðið hlýtur alltaf að vera að rækta hesta sem maður hefur sjálfur gaman af og ekki spillir ef auðvelt er að sannfæra aðra um hið sama.

Það tekur um 200 ár að verða góður reiðmaður og því þarf að nýta tímann vel til að auka við þekkinguna  á allan þann hátt sem mögulegt er. Sækja fróðleik alls staðar að og fá tilsögn hjá þeim bestu. Sigurbjörn Bárðarson sagði eitt sinn: "Um leið og þú hættir að reyna að verða betri þá hættir þú að vera góður" Það er mikið til í þessu. Sjálfur hefur Sigurbjörn lifað eftir þessari hugmyndafræði og stendur enn oftast uppi sem sigurvegari í harðri baráttu við þá bestu á hverjum tíma. Sama lögmálið gildir um reiðmennsku og ræktun. Að vera gagnrýninn á eigin efnivið og sætta sig ekki við málamiðlanir.

Þessi vetur verður tileinkaður endurmenntun, endurþjálfun og endurskipulagningu. Í fyrsta sinn í langan tíma erum við eingöngu með tamdar hryssur á húsi þó ungar séu. Allt eru þetta spennandi gripir sem eiga mikið inni og gaman verður að fylgja betur eftir á komandi mánuðum. Þær eru komnar á það stig að þær þurfa markvissari þjálfun og þá reynir á. Þetta er skemmtilegt og einnig krefjandi verkefni.

Við höfum tekið andartak til að endurmeta okkar stöðu og markmið. Við teljum okkur komin með betri sýn á hvert við stefnum í framtíðinni og sjáum möguleika í þeim efnivið sem við höfum undir höndum. Árið 2011 verður annasamt því fjögur unghross þurfa að komast í gegnum grunnnámið á árinu. Í framhaldinu verður raunhæft að meta hvort við getum haldið áfram með það sem við höfum eða hvort réttara sé að byrja frá grunni.  

0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL