MALBIKSHESTAR
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL

Nýtt mótaár er hafið

3/20/2016

0 Comments

 
PictureDimmir frá Álfhólum í fimmgangi.
Eftir töluverðar vangaveltur sl. sumar þá ákváðum við að halda Myrkvu frá Álfhólum geldri þennan veturinn og taka hana aftur inn í þjálfun og keppni. Myrkva er einungis á tólfta aldursári og því er vonandi nægur tími fyrir bæði leik (keppni) og störf (ræktun). 

Það er því vissulega freistandi að leiða Myrkvu undir stóðhest í ný í sumar en það verður endanlega ákveðið þegar nær dregur. Við erum hið minnsta mjög ánægð með frumburð hennar, Mjölni frá Reykjavík undan Ölni en hann fer um á hágengu tölti og brokki með spyrnu og svifi. Spennandi hestefni sem hefur vonandi erft það besta frá bæði mömmu sinni og pabba. 
​
Við erum með fjóra hesta á húsi þennan veturinn sem allir eru frá Söru vinkonu okkar í Álfhólum. Þátttakan í áhugamannadeildinni í vetur með Mustad liðinu hefur hins vegar einkennt vetrarþjálfunina það sem af er en það hefur verið virkilega spennandi að taka þátt í því verkefni. Það er tilbreyting falin í því að æfa hestamennsku sem hópíþrótt og vera hluti af metnaðarfullu keppnisliði. Þetta er líka góð upphitun og undirbúningur fyrir komandi mótatímabil eftir rúmlega árs keppnispásu frá brautinni og búið er að taka hrollinn úr manni. Þetta hefur verið skemmtilegt þrátt fyrir að ekki hafi allt gengið að óskum. Myrkva var til að mynda ekki komin í nægilega mikið form fyrir fjórganginn í byrjun febrúar og dýrkeypt mistök höfðu af okkur úrslitasætið og veikindi settu strik í þjálfunina fyrir slaktaumatöltið svo við vorum því miður á bekknum í þeirri grein.

Auk Myrkvu erum við svo lánsöm að hafa gæðinginn Dimmir frá Álfhólum í láni hjá okkur í vetur en betri félaga og reiðhest er vart hægt að hugsa sér. Dimmir hafði verið í pásu í rúmlega tvö ár þegar hann kom á hús í nóvember og þjálfunin gekk vel. Hann stóð sig einnig vel í fimmgangnum en þessi litli innanhús völlur er ekki endilega besti vettvangurinn fyrir svona A-flokks gæðing og úrslitin voru okkur erfiðari en forkeppnin. Við lærðum af þessari frumraun okkar og munum halda áfram að stilla saman strengi til vorsins og leika okkur saman.     

Mói frá Álfhólum hefur einnig verið í þjálfun í vetur og hann verður vonandi tilbúinn fyrir keppnisbrautina í vor. Við mátuðum hana í fyrst sinn núna um helgina á vetrarleikum Fáks og unnum okkar flokk, Konur 1 en það verður spennandi að sjá hvort hann hafi burði til að taka við aðalhlutverkinu af frænku sinni á keppnisbrautinni þegar Myrkva fer í næsta fæðingarorlof. 

Fjórði og síðasti hesturinn á húsi þennan veturinn er Drífandi frá Álfhólum sem gegnir því mikilvæga hlutverki að vera með báðum börnum okkar á reiðnámskeiðum í vetur. Í aukavinnu er hann svo aðalvinnuhesturinn í teymingum og almennum útreiðum. Að auki skellti Árni sér meira að segja á honum á vetrarleikunum og hafnaði í verðlaunasæti um helgina. Svona notadrjúgir eru bara alvöru fjölskylduhestar, ómetanlegir á hverju heimili.    

Með hækkandi sól og lengri dögum er svo stefnan að fjölga í húsinu og sækja í vor eða síðsumars hinnfjörurra vetra Draupni frá Álfhólum sem úti á vetrarbeit. Það er svo spurning hvort nýir leikfélagar bætist í safnið, hver veit. 

Picture
Mói frá Álfhólum, febrúar 2016.
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
    MALBIKSHESTAR  REYKJAVÍK
    Tel: (+354) 691 4694 ICELAND


Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • FRÉTTIR
  • UM OKKUR
  • RÆKTUN
    • EYRÚN FRÁ STRANDARHJÁLEIGU
    • MYRKVA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • Í ÞJÁLFUN
    • DRÍFANDI ÁLFHÓLUM
    • DÖKKVI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MJÖLNIR FRÁ REYKJAVÍK
    • MÓI FRÁ ÁLFHÓLUM
    • MYRRA FRÁ ÁLFHÓLUM
  • UNGHROSS
    • EYVÖR FRÁ REYKJAVÍK 2021
    • EINSTÖK FRÁ REYKJAVÍK 2020
    • SÓLMYRKVI REYKJAVÍK 2019
    • GÍGUR SAUÐÁRKRÓKI 2019
  • ELDRA EFNI
    • STÓÐHESTAVAL
    • FRÁSÖGN
    • REIÐMENNSKA
    • RÆKTUNIN
    • SANDKORN
    • STÓÐHESTAR
    • SÝNINGAR
    • VIÐTAL